Ný hugsun; skipti á bílum í þjóðvegaakstri bílaleigurafbíla?

Orkuskiptin framundan er svipuð og þegar húsahitun með orku frá jarðefnaeldsneyti var að mestu hætt á síðustu öld og reistar hitaveitur um allt land fyrir mikið fé. 

Það var líka mikið átak fólgið í því fyrr á síðustu öld fyrir sárafátæka þjóð að byggja upp hið flókna og dýra olíudreifingarkerfi þegar skipt var úr hestum sem farartæki yfir í bíla. 

Helsta viðfangsefnið í rafbílavæðingunni er fólgið í því hve þungur orkuberinn er miðað við bensín eða olíu, en það hefur í för með sér mun minni drægni. 

Einnig tafsamara að endurnýja orkuna á hraðhleðslustöðvum heldur en að setja eldsneyti á bíl. 

Hvort tveggja, drægnin og hleðslutíminn, er samt að skána.Gogoro. Skiptistöð 

Í rafhjólunum er að verða mikil bylting sem felst í því að hægt er að taka rafgeymana úr hjólunum og hlaða þá í hvaða rafmagnsúttaki sem er, og í Taipei á Tævan í 350 þúsund manna samfélagi er svonefnt Gogoro-kerfi komið upp þar sem hægt er að renna á hraðskreiðum litlum rafhjólum upp að sjálfsölum á götum úti og skipta út með notkun kredit-korti eða appi rafgeymunum á innan við mínútu. 

Myndin er af slíku hjóli við skiptistöð í Taipei. Ekki er vafi á því, að slíkar skiptistöðvar fyrir rafhjól myndu gera mögulegar ferðir af ódýrustu gerð. 

Nú eru að koma á markað hjól af mörgum gerðum, meðal annars Honda, KSR, Kumpan, Unu, Niu N GTX og Gogoro, sem eru með svona útskiptanlegum geymum. 

Hjólin hafa yfirburði yfir bílana hvað snertir þetta atriði, því að það er útilokað að skipta út meira en 300 kílóa þungum rafhlöðum Nissan Leaf. 

Með lengri drægni verður það æ minna mál að stoppa í stutta stund við mun minni hraðhleðslu en nú er. En ef menn eru að flýta sér ógurlega?

Já, - hvað um að skipta þá út bílunum sjálfum á leiðinni? Til dæmis á leið til Egilsstaða og til baka aftur með því að skipta um bíl á 5 mínútum á Blönduósi, aftur á 5 mínútum við Mývatn og síðan á Egilsstöðum og sömu stöðum í bakaleiðinni? 

Eða, þegar drægnin verður orðin meiri, að skipta um bíl í Varmahlíð á leið til Akureyrar og skipta aftur yfir í fyrri bílinn í Varmahlíð á bakaleiðinni?

Nýjar aðstæður kalla á nýja hugsun, ekki satt?  


mbl.is Umbylting samgöngukerfisins nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Elskar maður ekki bílinn SINN?

Halldór Jónsson, 11.9.2018 kl. 02:08

2 identicon

bull, þú líkir hjóli ekkert við bíl, svipað og bera saman epli og appelsínu

Ragnar þ.þóroddsson (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 06:47

3 identicon

Sæll Ómar.

Þessi nýja hugsun minnir um margt á kínverkst ljóð.
Síður þó að ..."heill þingvetur sé framundan".

Húsari. (IP-tala skráð) 11.9.2018 kl. 16:26

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vespuhjólið mitt hefur eitt og sér skilað mér jafnhratt og vel 12 þúsund kílómetra, þar af helminginn um allt land, eins og bíll, en fyrir brot af kostnaðinum. 

Ómar Ragnarsson, 11.9.2018 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband