Ný tækifæri, nýjar lausnir. Raf-jöklajeppi?

Að sjálfsögðu verður hægt að skipta út orkugjöfum á jeppum og jöklajeppum eins og öðrum bílum. Rafjeppi

Rafknúinn jeppi býður upp á ýmsa kosti fram yfir eldsneytisknúna jeppa. Til dæmis er hægt að vera með tvo rafhreyfla, annan að framan og hinn að aftan, eða jafnvel einn rafhreyfil á hverju hjóli. Það yrði 4x4 í lagi! 

Og vel varðir rafhreyflar eru margfalt einfaldari og áreiðanlegri en eldsneytisvélar.  

Nú þegar er á markaðnum Mitsubishi Outlander PHEF rafdrifinn á annarri drifrásinni en eldsneytisdrifinn á hinni, en vegna skorts á veghæð, er vafasamt að flokka hann sem alvöru jeppa, því að rafgeymar eru neðst í bílnum og dæmi eru um milljóna tjón hjá mönnum, sem drógu kvið að ráku svona bíla niður. Suzuki Fox 410 mars18

Þetta er hins vegar aðeins ögrandi en leysanlegt viðfangsefni. 

Aðal gallinn við rafknúna jöklajeppa eða jeppa, sem þurfa að fara langar vegalengdir, er sá hve margfalt þyngri orkugjafinn er á rafbílum, allt að 8-10 sinnum þyngri eftir aðstæðum. 

Að þessu leyti gætu vetnisknúnir jeppar orðið hagkvæmari. 

En það eru spennandi tímar framundan. 

Rafjeppinn hans Sveinbjarnar myndi raunar lítið komast á grófum malarvegum á svona örþunnum dekkjum. Hann yrði að vera á almennilegum túttum.Tazzari RAF framan 

En hugmyndin að jeppanum að öðru leyti er stórskemmtileg. 

Klukkan tvö á morgun er ætlunin að Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna flytji frásögn og fyrirlestur um einu ferðina, sem jöklajeppi hefur farið upp á Hvannadalshnjúk, vorið 1991. 

Hann hefur beðið mig um að taka þátt í þessu með sér og er mér það ljúft að rifja upp þennan einstæða leiðangur. 

Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að mæta á minnsta jöklajeppa landsins, Suzuki Fox 410, 88 árgerð, sem þar að auki er eini óbreytti jöklajeppinn hér á landi, - eða á Tazzari Zero, minnsta rafbíl landsins. Suzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

Kannski á báðum. Vegna þess hve Foxinn er léttur, býður hann kannski upp á það að honum verði breytt í rafjeppa.

Eg myndi giska á að 80 hestafla rafvél væri nóg, bíllinn yrði um 1200 kíló og með 25 kílóvattstunda rafhlöður, sem gæfu allt að 200 kílómetra hámarksdrægni.

En lykillinn að því að láta hann nálgast eldsneytisknúna jeppa í drægni myndi sennilega liggja í því að hann drægi á eftir sér léttan vagn með öðrum ca 40 kwst rafhlöðum, - og, - hlægið ekki, -  litlum rafhreyfli, ca 15 hestafla, sem létti róðurinn fyrir kerruna, sem yrði ca 500 kíló að þyngd. 

Aflkerfi kerrunnar yrði afar einfalt vegna þess hve rafhreyfill og drifrás hans eru hlægilega einföld smíð. 

Með tölvustýrðu stýri- og aflkerfi yrði átakið á öll sex hjólin stillt til þess að vinna mjúklega saman. 

Til samans myndi þetta bíleyki samsvara sex hjóla jeppa.  


mbl.is Með rafmagnsjeppann tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í raun er þetta bara aðferð til að svindla á kerfinu.

Til þess þarf jeppinn bara að vera ~500 kílóum þyngri en hefðbundinn jöklajeppi, og með aðeins öðruvísi drifkerfi.

Glætan að hann muni eyða minna, þarna uppi í frostinu.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2018 kl. 11:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef við tökum Volkswagen Up! sem hliðstæðu við Fox með eldsneytisvél eða rafvél, er Up! bæði til sem eldsneytisbíll og rafbíll. 

Sem eldsneytisbíll er hann álíka þungur og Fox jeppinn, en rafbíllinn e-Up! er um 200 kílóum þyngri. 

Þú gleymir því, Ásgrímur, að á móti þyngdinni vegna rafhlaðnananna í jeppanum sjálfum, sem yrði um 150 kíló, er hægt að draga frá þyngdina á gírkassanum og mestallri drifrásinni á Foxinum, sem yrði óþörf. 

Rafkerran yrði að vísu viðbót upp á ca 500 kíló, þannig að samtals yrðu Foxinn og rafkerran álíka þung og Nissan Leaf, en með 10 kílówattstundum meiri orku á rafhlöðunum. 

Foxinn er ekki "hefðbundinn" jöklajeppi hvað það snertir, að hann er aðeins 940 kíló og fær sitt mikla flot vegna þess, en flestir "hefðbundnu" jöklajepparnir eru í kringum 2400 kíló. 

Ómar Ragnarsson, 15.9.2018 kl. 16:40

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Jöklabílar framtíðar verða knúnir repjuolíu

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.9.2018 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband