Erlendur brunarústabjörgunarmaður segir frá.

Fall Lehmanns brothers bankans fyrir tíu árum jafngilti því að stórbruni hefði brotist út í alþjóðlega fjármálakerfinu. 

Davíð Oddsson hefur greint frá því að í einkasamtali hans við einn af helstu ráðamönnum í alþjóðlega kerfinu hefði sá sagt strax sumarið 2008 að Lehmann og Ísland yrðu látin rúlla. 

Og þannig fór það. 

Eftir á hefur hefur þáverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagst efast um að menn hefðu gert sér nógu góða grein fyrir afleiðingunum. 

Hvað um það, - þegar stórbruni brýst út er reynt að kalla út slökkvilið frá öllum stöðvum. AGS er slíkt alþjóðaslökkvilið og var að vísu litinn hornauga af ýmsum gagnrýnum mönnum 2008 vegna ákveðinna mistaka í starfi sínu fram að því.

Það var eins og að þessir gagnrýnendur byggjust ekki við því að AGS hefði lært neitt, en varðandi Ísland kom annað á daginn. 

Tilraunir ýmissa æ síðan til þess að snúa hlutunum á haus og kenna erlendu og innlendu slökkviliði í brunarústabjörgun um hrunið stangast á við hinar stóru staðreyndir um ástæður hrunsins og hina yfirgengilegu stærð þess. 

Þvert á móti má í meginatriðum segja að allar íslenskrar ríkisstjórnir 2008-2016 hafi átt þátt í þeim ótrúlega viðsnúningi, sem síðan hefur orðið. 

En ekki má gleyma hlut gríðarlegs vaxtar ferðaþjónustunnar síðan 2011. 


mbl.is Viðsnúningurinn á Íslandi afrek
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar, þú mátt ekki gleyma því að Makríllinn kom á sama tíma syndandi til okkar, Þar mokaðist inn gjaldeyrir. Það voru öll tæki og tól til að vinna hann. Hrein viðbót við gjaldeyristekjurnar að frádregnum olíukostnaði. 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 16.9.2018 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband