Slóðin fyrir vestan bæinn með sögu.

Esjuleiðin svonefnda, sem fékk þetta nafn hjá fyrstu rallökumönnunum hér á landi, af því að hún lá meðfram austustu hlíð Esjunnnar. 

Hún er merkileg í margra augum fyriri þá sök, hve frumstæð hún er, svona alveg inni í borgarlandinu, en einnnig fyrir þá sök, að á fyrstu árum rallkeppni hér á landi var þetta eina nálæga tiltæka leiðin, sem var það erfið, að ekki var á þeirra tíma bílum hægt að ná 70 kílómetra meðalhraða á henni, en þá var það hæsti leyfilegi hámarkshraði á malarvegum landsins.  

Það er ákveðin upplifun að aka þessa frumstæðu leið yfir óbrúaða læki, skorninga og gil, og á einum stað er meira að segja hægt að fara í útilegu á sléttum grasfleti. 

Ég á gamlar myndir einhvers staðar af fólki þar að njóta íslenskrar sumarblíðu. 

Sjálfsagt mál ætti að vera að tryggja að hægt sé fyrir alla íbúa Reykjavíkur að þurfa ekki að berjast við óbrúaða á á leið heim til sín, en óþarfi ætti að vera að hrófla nokkuð við slóðanum um land eyðibýlisins Norðurkots.  


mbl.is Borgin í viðræður um veg við Þverárkot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband