Minnir á aðfarirnar í Gálgahrauni og í lögbannsmáli Stundarinnar.

Í minnst þremur málum á síðustu misserum er áberandi sú aðferð, að þar sem umdeildar framkvæmdir eða aðgerðir eiga sér stað er komist er upp með að eyðileggja andlagið, sem deilt er um og þvínga þar með óafturkræf áhrif fram með yfirgangi. 

Þetta eru framkvæmdirnar við Víkurkirkjugarð, Gálgahraunsvegurinn 2013 og lögbannið á greinar Stundarinnar fyrir kosningarnar 2016. 

Grófast var þetta í Gálgahrauni, þar sem þrátt fyrir ókláruð dómsmál, skort á gildu framkvæmdaleyfi og mati á umhverfisáhrifum var lögreglu sigað á staðinn og hið dýrmæta andlag, hraunið, sem ryðjast átti með veginn um, eyðilagt á í heilulagi á óafturkræfan hátt með stærsta og afkastamesta skriðbeltatæki landsins, algerlega að óþörfu.   

Lögbannið á greinaskrif Stundarinnar 2016 er enn í gildi einu og hálfu árið síðar vegna sleifarlags fyrir dómstólum. 

Og framkvæmdum við Víkurkirkjugarð er haldið áfram þrátt fyrir stöðu þess máls. 


mbl.is Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru ekki peningar dásamlegir. þegar blankir stjórnmálaflokkar og fjármagn koma saman. er gaman fyrir fjárfesta. menn vilja þetta. þó byggðin beri ekki uppyggínguna. hverjir skildu fara fyrstir í bátana. eftir að hafa lokað góðum flóttaleiðum úr borginni til norðurs ef gýs fyrir ofan reykjavik kæmi ekki á óvart þó það yrði borgarstjórn. skildi vera kominn flóttaáætlun fyrir almennan borgara

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 17.9.2018 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband