Mafían og leyniþjónustumenn: Næstum trúarlegt "ritúal."

Fróðlegt er að lesa fréttaskýringu um Skripal-málið í Bretlandi þar sem skyggnst er inn í þann heim sem er jafnt í alþjóðlegu samfélagi leyniþjónustumanna, njósnara og gagnnjósnara sem í samfélagi slíkra manna í hverju landi fyrir sig. 

Andrúmsloftið minnir um sumt á það andrúmsloft og þær reglur, sem ríkt hafa öldum saman hjá Mafíunni á Sikiley. 

Það hafði þróast yfir í býsna fastmótaðar reglur eða ritúal, siðareglur, þar sem Mafían var með eigið réttarkerfi og næstum trúarlega siðfræði innan sinna vébanda. 

Hún snýst að miklu leyti um ryggð og svik. Hver sá sem fremur svik veit vel, hvert brot hans er og má því búast við að verða refsað grimmilega.

Komist upp um svik hjá Mafíunni og sendir eru menn til að drepa hinn "seka", er mikilsvert fyrir hinn "dæmda" hvernig hann bregst við dauða sínum. 

Merkur íslenskur stjórnmálamaður útlistaði það eitt sinn fyrir löngu á eintali við mig, að í hans stjórnmálum gilti svipað og í Íslendingasögunum. 

"Þú veist hvað þær fjalla í aðalatriðum" sagði hann. 

"Já, ég held það", svaraði ég. Um dramatíska atburði, mannlega eiginleika, örlög og ástir. 

"Nei," svaraði stjórnmálamaðurinn. "Önnur atriði vega þyngst og mín stjórnmál felast í þeim." 

"Hver?" spurði ég. 

"Andstæðurnar tryggð og svik," svaraði hann. "Hámark tryggðar er fóstbræðralagið og hámark svika er að svíkja fóstbróður sinn.  Íslendingasögurnar snúast fyrst og fremst um tryggð og svik, og það er mín pólitík. 


mbl.is Skripal smáseiði með valdamikinn óvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar góð grein ég gæti vel trúað að þetta sé að ske enn þann dag í dag.

Það er þessvegna sem eðlilegustu hlutir ske ekki. Við köllum þetta deep state á venjulegu mannamáli. Á Íslandi eru þetta Frímúrarar þ.e. klíkur innan þeirra.

Þeir munu ekki hleypa spítalabyggingu inn fyrr en ákveðið hver á að eiga þá. Frímúrara hreyfingar voru í fyrstu stofnaðar til að fela klíkur sem komu frímúrurum ekkert við. Þar finnur þú Deep state en þar ráða princhip.

Valdimar Samúelsson, 17.9.2018 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband