Alkirkjuráðið hélt Þingvallafund fyrir brot af kostnaði Alþingis.

Í Alkirkjuráðinu sitja fulltrúar um 590 milljóna manna í kristnum söfnuðum um allan heim. 

Ráðið hélt fund á Íslandi í fyrrahaust, þar sem setið var í nokkra daga við að fara yfir tímamóta stefnumótun ráðsins gagnvart stærsta vanda mannkynsins á þessari öld. 

Ályktunin markar meðal annars tímamót vegna þess að hún setur það sem helsta viðfangsefni presta og boðenda kristinnar trúar að taka einarða afstöðu í umhverfismálum og fylgja henni eftir í boðun og starfi. 

Íslenskir fjölmiðlar létu sig þetta litlu varða, þrátt fyrir stærð og umfang þessara samtaka. 

Timamótaályktunin var samþykkt á sama stað á Þingvöllum og Alþingi hélt sína rándýru samkomu í sumar. 

Á facebook síðu minni má sjá hluta þeirra, sem voru viðstaddir athöfnina. 

Ekkert prjál eða bruðl hjá Alkirkjuráðinu og kostnaðurinn áreiðanlega örlítið brot af því sem Alþingi eyddi. 

Samt var sunginn fagur og smekklegur söngur og einnig farið í athöfn í Þingvallakirkju. 

Nú fréttist af "rándýrri" og fjölmennri ferð á vegum Alþingis til Grænlands til að skrifa undir plögg og einn þingmanna er furðu lostinn yfir bruðlinu í ferðinni og spyr um tilganginn af henni. 


mbl.is „Þetta var rán­dýr ferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þann 18. júlí 2018 var haldinn hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. Sumum þótti tilefnið merkilegt og við hæfi að taka fundinn upp í hæstu gæðum með góðri lýsingu. Aðrir hefðu verið sáttir við svarthvíta kornótta filmu eða videospólu sem hægt væri að taka yfir þegar búið væri að sýna efnið. En það er undarlegt að sjá kvartanir um bruðl hjá sama gaur og grátið hefur það að sparað hafi verið á árum áður hjá sjónvarpinu þegar viðburðir sem þá, eða síðar, þóttu merkilegir og eru nú ýmist aðeins til á ódýrustu filmum sem buðust eða glataðir vegna endurnýtingar á spólum.

Svipað er að segja um fundi á vegum Norðurlandaráðs. Sumir vilja að við sækjum þá og séum þátttakendur í þeirri vinnu sem þar er unnin. Aðrir telja allt samstarf sem kostar einhver fjárútlát hina mestu fyrru. Og jafnvel sama fólkið sem vill spara í samvinnu íbúa á norðurslóðum sér ekki eftir aurunum í fundarhöld í París. Fundarhöld sem vel hefði mátt halda með fjarfundarbúnaði og nettengingum en urðu ein mest mengandi fundarhöld sem fram hafa farið og áttu samt að fjalla um takmarkanir á mengun!

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.9.2018 kl. 02:20

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt leitað hefði verið með logandi ljósi, hefði ekki verið hægt að finna "svart-hvíta, kornótta filmu" eða lélega "videospólu, sem hægt væri að taka yfir," til að taka upp fund Alþingis í sumar. 

Nú er hægt að taka upp í fyllstu hd-gæðum með myndavélum, sem kosta nokkur hundruð þúsund krónur, og eru ljósárum betri en skástu myndgæði sem fáanleg voru fyrir aldarfjórðungi. 

Hábeini virðist það auðvelt að gefa sér aðstæður á því herrans ári 2018 sem eru löngu liðnar til þess að rífa umræðuna í tætlur á bloggsíðunni sem hann leggur svona mikla fæð á. 

Ómar Ragnarsson, 19.9.2018 kl. 07:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að sú gagnrýni sem hefur komið fram innan þings á kostnaðinn við fundinn á Þingvöllum snýr að því hvernig hægt var að fara jafn stórkostlega fram úr kostnaðaráætlun og gert var. 

Enginn krafðist þess, hvorki ég né aðrir, að fundurinn væri tekinn upp í svo lélegum gæðum, að það væri ekki einu sinni mögulegt tæknilega að framkvæma svo illa. 

18. júlí er að sjálfsögðu, eins og áður hefur verið minnst á hér á síðunni, hinn raunverulegi fullveldisdagur okkar, og fullveldið 1918 merkasta sporið í sjálfstæðisbaráttunni, því að frá og með 18. júlí varð ekki aftur snúið á fullveldis- og framfarabraut Íslendinga.

Um gildi fullveldisins 1918 hefur verið margsinnis skrifað hér á síðunni og getsakir Hábeins eru með ólíkindum um að ég eða aðrir hafi heimtað að það yrði vanvirt með því að að gera því svo skammarleg skil á þessu ári, að jafna mætti við skemmdarstarfsemi.   

Ómar Ragnarsson, 19.9.2018 kl. 07:48

4 identicon

Afhending handritanna 1971 í "ekkert bruðl" gæðum:

Bíómynd frá árinu áður, þau gæði sem stóðu til boða en þóttu víst kosta of mikið:

Hábeinn (IP-tala skráð) 19.9.2018 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband