Berlínarmúrinn bliknar í samanburðinum.

Múrarnir, sem Donald Trump vill reisa þvert yfir heilu heimsálfurnar, stefna hraðbyri í það að verða 10 þúsund kílómetra langir samtals. 

Berlínarmúrinn frægi, sem  mestöll heimsbyggðin stóð á öndinni yfir og fordæmdi frá 1961 til 1989 og var aðeins nokkrir tugir kílómetra, bliknar í samanburðinum. 

Hlutverk Berlínarmúrsins var að koma í veg fyrir straum fólk til betri heimkynna, og risamúrar Trumps eiga að hafa svipað hlutverk. 

Ekki fylgir sögunni hvernig eigi að múra inni allt það fólk í Afríku, sem myndi eiga heima norðan hins glæsilega Trump-múrs og þyrfti því ekki að fara yfir neinn múr til að komast að Atlantshafinu. 

Og ekki fylgir heldur sögunni hvernig Spánverjar eiga að ráðast í þetta mikla stórvirki á yfirráðasvæðum annarra þjóða. Líklega eru landamæri smámunir í augum Trumps þegar Bandaríkin eru orðin "great again." 

Í ofanálag við múr þúsundir kilómetra yfir víðáttur mestu sandflæma jarðar, vill Trump stofna sérstakan bandarískan geimher, til þess að tryggja yfirráð Bandaríkjanna yfir geimnum, en það gæti jafngilt kúlulaga geim-múr umhverfis alla jarðarbúa og yrðu allir jarðarbúar þá innan vébanda yfirráða Bandaríkjahers. 

Því að eftir Saharamúrinn, Mexíkómúrinn og fleiri væntanlegra múra verður Trump sennilega ekki skotaskuld úr því að reisa sérstakan geim-múr til þess að tryggja bandarísk yfirráð út fyrir endimörk sólkerfisins hið minnsta. 


mbl.is Lagði til vegg yfir Sahara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband