Heill flokkur hjóla gleymist.

Ekki þarf annað en að koma í evrópska borg á meginlandi álfunnar til að sjá flokk hjóla á ferð í umferðinni þar sem nær alveg vantar í islenska umferð. Niu N GTX (2)

Þetta eru bæði bensínknúin og rafknúin hjól, sem eru öflugri en þau hjól, sem nota má á hjólastígum og eru því notuð í almennri götuumferð. 

Hvað rafknúin hjól snertir eru gríðarlegar framfarir í gerð þeirra hjóla, sem komast bæði hraðar en 25km/klst og eru mun kraftmeiri en hjólin á hjólastígunum. 

Sem dæmi má nefna hjól af gerðinni Niu-N-GTX með drægni upp á 180 km á 40 km hraða við bestu aðstæður, en nær líka allt að 100 km hraða ef á þarf að halda, en auðvitað á kostnað drægninnar. kawasaki-j300-640x408-620x395 

Sömuleiðis gerir léttleiki og sparneytni þessara hjóla það mögulegt að þau séu með færanlegar rafhlöður, sem hægt er að taka úr hjólinu og setja í samband við venjulegar innstungur á heimilum. 

Verðið á þessum hjólum er enn dálítið hátt, en þá er hinn möguleikinn fyrir hendi, að nota bensínknúin hjól með vélarstærð frá 110 til 155 cc, sem eyða aðeins um tveimur lítrum á hundraðið og kosta aðeins um tíunda hluta þess sem rafbíll kostar, en ná þó 90-115 kílómetra hraða. 

Vegna þess hve kolefnisfótsporið við smíði þessara hjóla, viðhald og förgun og sömuleiðis kolefnisfótspor eigandans við að vinna fyrir þessum útgjöldum, er hugsanlegt að svona hjól sé jefnvel með minna heildar kolefnisfótspor en rafbíll. 

Einnig er á það að líta hve gríðarlegur ávinningur er af því hve mikið rými losnar á götunum við notkun svona hjóla. 

Í annars ágætri umfjöllun Kastljóss í Sjónvarpinu voru bornir saman þrír rafrænir kostir, 25 km hraða rafhjól, rafbíll og rafstrætó. 

Á milli rafhjólanna og rafbílanna er heil flóra af rafknúnum tækjum, - og einnig þyrfti að láta reyna á notkun "vespuhjóla" með vélarstærð frá 110 cc upp í 155 cc. 


mbl.is Vöxtur hjólreiða kom aftan að fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...kom aftan að fólki." Þykir ekki lengur nógu flott að tala um að koma einhverjum að óvörum?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2018 kl. 22:22

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, málkenndinni hrakar hratt. Fyrir nokkrum dögum var talað við mann, sem gat ekki sagt frá neinu í alllangri upptalningu nema bæta við fyrir framan: "Við erum að sjá..." Átta sinnum í  röð. 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2018 kl. 01:19

3 identicon

Enda hefur orðasambandið „að koma aftan að fólki“ ekki nákvæmlega sömu merkingu og  „að koma einhverjum að óvörum“.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.9.2018 kl. 12:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Orðavalið er beinlínis rangt, því að það sem kemur aftan að fólki eða kemur í bakið á fólki gerir það oftast á frekar neikvæðan hátt og kemur sér illa fyrir þá sem komið er aftan að.  

Þeir, sem könnuðu og sögðu frá mikilli fjölgun hjólreiðamanna, voru hins vegar að uppgötva jákvæðan hlut og fjölgunin kom því þægilega á óvart að því er virðist. 

Ómar Ragnarsson, 21.9.2018 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband