Vélhjólaúrvalið er rosalega fjölbreytt.

Ef farið er að leggjast yfir upplýsingar og umfjöllun um vélhjól af svipuðum nördaskap og áður, varðandi bíla, blasir við að úrvalið er alveg rosalega fjölbreytt og hægt fyrir alla að fá sér hentugan fararskjóta. Suzuki Address

Á Evrópumarkaði er hægt að fá vélknúin hjól fyrir allt niður í 250 þús kall og síðan á hvaða verði sem er upp í meira en tíu milljónir. 

Allt frá 3ja hestafla skellinöðru upp í 445 hestafla Boss-Hoss.

"Vespuhjólin" Honda Vision, Suzuki Address og Yamaha Deligt, sem eyða innan við 2 lítrum á hundraði og ná 90 km hraða, eru aðeins um 100 kíló og kosta um 400-500 þús. krónur.

Síðan er hægt að fara allt upp í lúxus (sófa)vespuhjól á borð við BMW 650, Kawasaki J300, Honda Forza 300 eða Suzuki Burgman 400 og 650. Suzuki Burgman 650

Þessi hjól eru lúxus ferðahjól með miklu farangursrými, þægindum og getu í stíl við Honda Gold Wing lúxushjólið.  

Royal Enfield Himalayan

Hjól eins og Kawasaki H2 sem eru með 316 hestöfl til að knýja aðeins 216 kílóa þung hjól! 

Hægt að fá hjól fyrir eina og hálfa milljón sem geta stungið tíu sinnum dýrari bíla af í spyrnu frá 0-100 km/klst. (Ætti að vera 0-90 hér á landi). 

 

Hægt að fá sér ódýrt og létt hjól, sem eyða rúmlega þremur lítrum á hundrað en þurfa aðeins 5 sek í hundraðið ef með þarf. 

Líka hjól á borð við Royal Enfield Himalayan, sem er athyglisvert alhliða ferða- og torfæruhjól, hugsað fyrir ferðalög af öllu tagi, eyðir aðeins 3 á hundraðið en nær 135 km hraða og kostar rúma milljón. 

Með 21 tommu hjól að framan, 20 sentimetral fjöðrunarvegalengd og hægt að þekja það með mótórhjólafarangurstöskum.Honda Integra 

Eða KTM 690 gæðahjól með svipaða eiginleika. 

 

Gríðarlegar framfarir og breytingar eru í gangi. Þannig gafst hið þekkta Motorrad vélhjólablað í Þýskalandi upp á því i ár eftir margra áratuga feril, að flokka hjól eftir byggingarlagi, annars vegar í "roller"- eða "scooter"-hjól (hér á landi ranglega kallaðar vespur) og hins vegar í hjól með hefðbundna byggingu. 

Ástæðan felst meðal annars í tveimur Honda hjólum, þar sem hjólið Honda Integra er og hefur með venjulegri byggingu og mótor fyrir framan ökumann.Honda X-ADV

Það er með stigbrettum og vindhlíf eins og vespuvélhjólin og því hingað til verið flokkað til "scooter" hjól. 

Spánnýja hjólið Honda X-ADV er hins vegar með byggingu "vespu"vélhjóla með mótorinn næst fyrir framan afturhjólið og því ekki með samfellda grind milli afturhluta og framhluta undir ökumanninum, heldur með lágri stigbrettabyggingu, þar sem auðvelt er að fara með fæturna þvert í gegnum hjólið, og með vandaðri hlífðarkápu. 

Bæði hjólin eru með sömu 55 hestafla 750cc vélinni og eru bæði 238 kíló að þyngd. Yamaha Niken

Skammstöfunin X-ADV í heiti hins hreinræktaða vespuvélhjóls á að tákna "cross-country adventure, þ.e. að henta jafnvel á grófum vegum og slóðum eins og í borginni. 

Þess vegna er fjöðrunin óvenju löng á þessu tímamótahjóli, sem sendir alla keppinauta Honda að teikniborðunum. En verðið er nokkuð hátt. 

Yamaha Niken er líka tímamótahjól, því að enda þótt til hafi verið hjól af gerðunum Piaggio, Peugeot og Quadro, með tveimur samhliða framhjólum, er alveg ný "geómetria" á Niken, sem gerir hjólið stöðugra en nokkuð annað í beygjum og auðvelt að læsa því í kyrrstöðu, þannig að það stendur óstutt af ökumanni líkt og um þriggja hjóla bíl sé að ræða. 

Quadro 4 er reyndar með fjórum hjólum! 

Niken er líka ansi dýrt, en þess eftirsóknarverðara fyrir marga. Honda vélhjólam.

Ég þurfti að fara með gamla Range Rover fornbílinn (Kötlubílinn) minn í skoðun niður í Sundahöfn í dag og sá eftir því að vera að gera það í umferðarteppunni löngu á Sæbrautinni um fimmleytið, var búinn að gleyma þeim miklu þægindu og yfirburðum, sem létt og meðfærilegt vespuvélhjól hafa í þéttri borgarumferð með skorti á bílastæðum. 

Því gleður það mig ef þeim fjölgar sem sjá sér hag í því að nota hjóla-ferðamátann.  


mbl.is 150% aukning í sölu Suzuki-mótorhjóla í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband