Orðhengilsháttur, feluleikur og mótsagnir.

"Sethjallarnir verða varðveittir í Hálslóni" sagði umhverfisráðherrann, sem ákvað að sökkva öllum dalnum, sem hjallarnir voru í, í meira en hundrað metra þykka blöndu af leir, aur og sandi, sem er úr svipuðu efni og hjallarnir voru. Víkurgarður

Svipað er nú haft uppi um Víkurgarð, sem náði fyrrum yfir á það svæði, sem lóðareigandum og hótelbygginafíklum þykir nú henta að kalla Landssímareit. 

Með því skipta um nafn er samt mótsögn í þessum málflutningi þegar talað er um að bein úr garðinum verði varðveitt. 

Svo blindir eru fylgjendur þeirra framkvæmda, sem sjást svo vel á mynd Morgunblaðsins, að þeir geta ekki skilið að málið snýst ekki eingöngu um að varðveita stað, sem hefur verið ginnheilagur, fyrst sem blótstaður við landnám og síðar sem kirkjugarður, heldur ekki síður um að eyðileggja allt andrými, friðsæld og yfirbragð nánasta nágrenni Alþingishússins og Austurvallar. 

Þegar skoðaðar eru myndir af garðinum áður en malbik og byggingar fóru að ógna honum, sést vel hverju á að fórna fyrir þá ginnheilögu hótelkassa, sem spretta upp svo tugum skiptir, jafnvel í klösum og skekkja heillandi og aðlaðandi svip gömlu miðborgarinnar. 


mbl.is Engar framkvæmdir í Víkurgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er skrítið að Morgunblaðið skuli birta þessa villandi fyrirsögn.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2018 kl. 18:54

2 Smámynd: Már Elíson

NEI...Það er EKKI skrýtið að einmitt Morgunblaðið sé með villandi fyrirsögn eða "fals"fréttir..Skoðaðu mannvalið á þessu Hæli í Hádegismóum, þá kannski skilurðu þetta betur. - Góð hugvekja hjá Ómari sem oftast, og sérstaklega með tilvitnun í landráðið í og við Hálslón. Svívirða í boði "hússins"....

Már Elíson, 29.9.2018 kl. 21:21

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Að ekki skuli hafa komið svo mikið sem hljóð úr horni úr húsinu skáhallt við þetta brjálæði er með ólíkindum. Alþingishús Íslendinga er í innan við sjötíu og fimm metra fjarlægð frá væntanlegum óskapnaði! Er hótel við hliðina á norska stórþinginu, eða öðrum þinghúsum nokkurs ríkis, í svo lítilli fjarlægð?

 Það hafa nánast öll krosstré brugðist í varðveislu gamla miðbæjarins og ásýndar hans. Nú ríða röftum í höfuðstaðnum einhver alverstu niðurrifsöfl sem um getur, í Borgarstjórn Reykjavíkur. Kexruglaðir bóhembjálfar sem munað verður eftir sem mestu afglöpum í stjórn Reykjavíkurborgar. Sjálfhverfum, veruleikafirrtum og á algerri skjön við raunveruleikann. 

 Miðborg Reykjavíkur er orðin að steinsteyptum fuglabjörgum, úr steypu og gleri. Að dagur skyldi ekki að kveldi kveðinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum, ásamt fyrrum "míkrófónröltandi röflara, sem seldi rúvinu bullið úr sér, þar sem hann fann steinsteypu allt til foráttu, en dásamaði gamla miðbæinn", er ótrúlegt. Annað eins niðurrifspakk ætti eiginlega ekki að hafa búseturétt, innan borgarmarkanna. 

 Gæti haldið mikið lengur áfram, en vil forðast í lengstu lög að gera þetta innslag að "brímun".

 Þakka góðan pistil.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2018 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband