Fleira en skallaboltar valda skaða? Íþróttamaður ársins 1971?

Þegar knattspyrnumenn skalla boltann af næstum jafnmiklu afli og þeir spyrna með fótunum vaknar spurningin um áhrif margra slíkra höfuðhögga á heila þessara manna. 

En það eru fleira en jafn augljóst högg og það er að skalla bolta, sem getur valdið heilahristingi.

Í handbolta er það litið alvarlegum augum ef leikmaður skýtur þrumuskoti í höfuð markvarðar. 

Þetta gerist þó alltof oft, en markverðir eru misjafnlega heppnir eða óheppnir. 

Í hugann kemur Hjalti Einarsson, landsliðsmarkvörður og markvörður FH á árunum í kringum 1970 og fékk nafnbótina Íþróttamaður ársins 1971. 

Hjalti fékk það mörg hörð höfuðhögg á þennan hátt, að hann kenndi þeim síðar um slæm veikindi sín, síðar,  

Á þeim tíma og lengi síðan var þó lítið um að kafa ofan í svona mál. 

Hnefaleikarar fá mörg höfuðhögg, og vitað er að þeir þola þau mjög misjafnlega. 

Þannig fengu þeir Floyd Patterson heimsmeistari 1956-59 og 60-62 og Jerry Quarry mörg rothögg á ferlinum og hlutu af því sannanlegan heilaskaða. 

Patterson var kjörinn í stjórn hnefaleikasamtaka, en sagði af sér þegar hann var kominn á það stig að hann mundi ekki lengur, hvern hann hafði sigrað þegar hann vann heimsmeistaratitilinn. 

Stundum þar ekki nema ein dómaramistök til að valda sliku, og það er eitt af dapurlegustu atvikunum í sögu hnefaleikanna þegar dómarinn stöðvar ekki bardaga Patterson og Ingemars Johannson 1959 fyrr en Ingemar er búinn að slá Patterson sjö sinnum í gólfið. 

Strax eftir annað skiptið þegar Patterson fór niður, var hann greinilega nær meðvitundarlaus og hafði ekki minnstu hugmynd um það hvar hann var, þótt hann hengi á fótnum. 

Hann ráfaði út úr heiminum í átt frá Ingimari þannig að Svíinn varð að elta hann og slá hann með hálfhringshöggi aftan frá. 

Það var hræðilegt að horfa upp á þetta. 

Allir þekkja hvernig fór fyrir þeim besta, Muhammad Ali. Hann var þegar farinn að missa rödd og mál áður en hann barðist síðustu bardaga sína, og hlaut hörmulega barsmíð hjá Frazier 1975, Earnie Shavers 1977 og Larry Holmes 1980. 

Þá hafði læknir hans farið frá honum og neitað að eiga þátt í þessu. 

Ekki var hægt að sanna beint að Parkinsonveikin stafaði af barsmíðunum, en líkurnar á því hvernig fór fyrir Ali af völdum þess hve vel hann þoldi högg eru yfirgnæfandi. 

Það á nefnilega svipað við um það tilfelli og um marga drykkjumenn, að það er misskilningur að þeir sem þola vínið best séu best settir. 

Þetta er oftast alveg öfugt, þeir sem þola mest og drekka mest fara verst út úr drykkjunni. 

Síðan eru það svo margar íþróttir sem valda slæmum höfuðhöggum.  

Það hefur komið í ljós í atvikum hjá boltaíþróttakonum og ég minnist þess, að í það skiptið sem sýnt var beint frá heimsmeistarkeppni í ólympískum hnefaleikum áhugamanna, var enginn rotaður í þeirri keppni, enda notaðir hlífðarhjálmar, en í tveimur handboltaleikjum kvenna hér heima sömu helgi steinrotuðust tvær handboltakonur og voru bornar af velli. 

Svo virðist sem það sé ansi persónubundið hve vel menn þola höfuðhögg. Fjölmargir þeirra sem hlutu mestu barsmíðarnar virtust ekki hafa skaðast neitt og lifðu jafnvel til hárrar elli. 

Sem dæmi má nefna Max Schmeling. Hann hlaut fjölda höfuðhögga á aldarfjórðungs löngum ferli þar til hann varð 43ja ára, til dæmis hroðaleg högg hjá Joe Louis 1938, og mikla barsmíð hjá Max Bear náði 99 ára aldri. 

Schmeling varð á endanum 99 ára. 

Og Archie Moore, "Old Mongoose", náði háum aldri þótt hann berðist alls 219 atvinnumannabardaga og hlyti tuga höfuðhögga, sem sendu hann í gólfið í þeim 23 bardögum sem hann tapaði, alls sjö bardögum á KO. 

 


mbl.is Hringleikahús nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband