Svo einfalt en samt... Núið, sem skapar framtíðina.

Ef maður labbar út úr búð með tíu kíló í höndunum fyrir helgina, getur verið ágætt að hugsa til þess, hve miklu auðveldara væri að hlaupa upp næstu tröppu án þess að rogast með þessa þyngd. 

En hugsa síðan næst til þess, að maður er kannski samt að rogast með óþarfa tíu kíló af fitu utan á sér allan daginn, og það getur hefnt sín að vera ekki meðvitaður um þetta, heldur búinn að samlagast því og orðinn samdauna því. 

Og það flýgur í gegnum hugann: Er óþarfa fitan, sem maður rogast með, virkilega svona þung?

Munurinn á búðarvöruburðinu og fituburðinum er sá, að búðarvöruburðinn er hægt að leggja frá sér eða hætta við að kaupa hann, og það er ákvörðun, sem tekur bara augnablik að taka svo að hún svínvirki. 

Það að taka af sér tíu kíló af fitu er hins vegar víðsfjarri því að svínvirka á sama augnablíki, heldur mun það taka langan tíma með samfelldri röð af samskonar ákvörðunum í núi hvers augnabliks að skapa þá framtíð, sem verði betri, - þetta er langt langt langhlaup.  

Lífið er röð af óendanlega mörgum augnablikum, sem hvert um sig kemur og fer, - á einu augnabliki, - en er samt hvert fyrir sig dýrmætur hluti af forsendu fyrir betri líðan um langan tíma.  


mbl.is Var orðin óvinnufær vegna ofþyngdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband