Í meira en 90% árekstra rekast tveir bílar hvor á annan.

Létt fyrirsögn í tengdri frétt vekur bros: "Tveggja bíla árekstur á gatnamótum."

Óvenjuleg fyrirsögn því að þegar bílar rekast hverjir á aðra, rekst langoftast einn bíll á annan bíl.

Það eru sem sagt tveir bílar, sem lenda í árekstrinum og þessi fjöldi, tveir bílar, er því varla frétt, því að fyrirbærið frétt heitir á nærtækum erlendum málum "nýtt", svo sem "nyhed", "news", og táknar yfirleitt eitthvað sem er nýstárlegt, óvenjulegt eða það mikilsvert, að það snerti marga. 

Það hefur verið sagt til að lýsa eðli frétta, að það sé ekki frétt ef hundur bítur mann, en hins vegar frekar frétt ef maður bítur hund. 

Það liggur við að það, að tala um tveggja bíla árekstur, sé svipað og að segja tvær manneskjur hafi orðið hjón. 

En svo má líka segja, að fyrirsögnin "tveggja bíla árekstur" sé svo óvenjuleg, að hún sé fréttnæm út af fyrir sig og liti hversdaginn.  

P.S.  Nú sést í fréttum síðdegis, að það voru þrír bílar sem lentu þarna í hörðum árekstri, þannig að tveggja bíla fyrirsögnin virðist hafa byggst á röngum upplýsingum eða misskilningi. 

 

 


mbl.is Þriggja bíla árekstur á gatnamótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband