Almennur misbrestur og sleifarlag í umferðinni.

Í umferð á fjölförnum gatnamótum í borginni ríkir lausung, sem eykur stórlega slysahættu. 

Þar leiðir oft eitt af öðru. 

Ekki þarf að dvelja lengi við gatnamót með beygjuljósum til að sjá margar tegundir af slakri hegðun bílstjóra, sem draga oft dilk á eftir sér. 

1. Drulluhalaháttur við að fara af stað á grænu ljósi. Stundum er hann svo alger, að aðeins einn eða tveir bílar komast yfir á grænu ljósi, en það leiðir oft að sér að öftustu bílarnir, sem fara yfir, gera það á eldrauðu ljósi.  

2. Þegar menn drattast svona hálfsofandi yfir, verður oft til röð bíla í aftari hluta beygjuraðarinnar, sem loka fyrir umferðina á götunni sem liggur þvert á, svo sem á Kringlumýrarbraut við gatnamót Háaleitisbrautar, sem annars kæmist yfir á grænu ljósi.

3. Stundum nær algerlega vanrækt að gefa stefnuljós og eru gatnamót Fellsmúla og Grensásvegar gott dæmi um það, þar sem bílar þurfa að bíða í stað þess að komast yfir gatnamótin, vegna þess að enginn, sem ætlar að beygja í umferðinni á móti, nennir að láta vita af því hvað hann ætlast fyrir. 

Þegar umferðin um flókin gatnamót er meira og minna í ólestri vegna slælegrar frammistöðu ökumanna veldur það óþarfa hættu og slysum. 


mbl.is Fór yfir á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband