Þeir negldu Al Capone á skattsvikum. En ekki Trump.

Löggunni tókst ekki að sanna neitt misjafnt á Al Capone fyrr en hún komst yfir gögn, sem sýndu nýleg skattsvik hans og gátu sett hann í margra ára fangelsi fyrir vikið. 

Nú segjast þeir hjá New York Times hafa gögn um stórfelld skattsvik Donalds Trumps um mjög langt skeið. 

Trump neitar öllu en lætur sig samt hafa það að vera fyrsti forsetinn sem ekki vill gera skattamál sín opinber. 

Ekki fylgir sögunni á hve mörgum árum skattsvik fyrnast vestra, en ef meint skattsvik vegna erfðafjárskatts eru fyrnd sleppur Trump í því máli og sennilega fleirum ef ekki öllum. 

Al Capone var að sönnu harðsvíraðasti stórglæpamaður Bandaríkjanna í kringum 1930 og því ekki sambærilegur við neinn, allra síst venjulega borgara. 

Þó má ætla að sömu skattalög gildi samt um alla vestra. Líka forsetann.  

 


mbl.is Aðstoðaði foreldrana við skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nú? Og ég sem hélt að það væri nóg að Trump væri nýr Hitler, eins og þú sagðir Ómar.

Fyrst var það þriggja þátta nánast glæpasería Radíó-DDRÚV um Trump frá fæðingu til framboðs.

Svo fæddist rússagaldur Trumps.

Svo kom fasistinn Trump.

Svo kom hórumangarinn Trump.

Og svo kom Hillary í dag og sagði að Trump væri (1) fasistalegur, (2)  rasistalegur, (3) útlendingahataralegur, (4) kynferðislegalegur og (5) íslamistalegalegaandúðarlegur. Allt á einum og sama deginum

Frá og með í gær skiptu árásir vinstrimanna um gír í hæstaréttardómaraefnismálinu. Nú skiptir ekki lengur máli það sem hún sagði að hann hefði gert henni fyrir 35 árum, heldur hvað hann sagði á föstudaginn og hvernig hann brást við því sem hún er að bera upp á hann.

Þeir sem átta sig ekki á hvað er að gerast með geggjunarástand vinstrimanna og fjölmiðla þeirra sem misst hafa völd, hljóta að vera fæddir í gær, eða hreint og beint jafn illa innrættir og þeir og fjölmiðlar þeirra. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2018 kl. 01:18

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Gunnar, ekki versnarðu með aldrinum; ert eins og gott vín. laughing

Ómar er eitthvað að missa sig hér, og þess gætir reyndar oftar, að hann virðist ganga með vissa þörf til að þókknast sínum fyrri starfsfélögum, sem t.d. í þessu máli eru með einhliða hlutdrægnisfréttir a.m.k. annan hvern dag, ef ekki daglega.*

En vegna meintra skattsvika Trumps "fyrir föður sinn", eins og Repúblikana-fjandablaðið New York Times heldur fram, má spyrja: Var ekki ákvörðunin um að veita fé (200.000$) árlega til krakkanna (frá 3ja ára aldri Donalds) alfarið FÖÐUR TRUMPS? Meint skattsvik (ef slíkt telst skattsvik þar) eru þar með á ábyrgð föður Trumps, ekki Trumps sem barns og unglings!

Og hvað er að því að gefa börnunum sínum peninga?

* Sbr. Aðförin að Kavanaugh styðst ekki við neinar sannanir og hér: https://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/2223650/#comment3700651

Jón Valur Jensson, 3.10.2018 kl. 04:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hverjir eru að missa sig?  Það virðist engu skipta þótt ég skrifi það skýrt og skorinort að ég telji að óbermi eins og Hitler, Al Capone, Stalín og Maó séu út af fyrir sig ósambærileg við nokkra aðra menn hvað illsku snertir, að menn lesa þessi orð mín alls ekki. 

Það er að sjálfsögðu ekkert að því að gefa börnunum sínum peninga, en hingað til hefur það verið hald margra, að það þyrfti að vera gert samkvæmt lögum. 

Ómar Ragnarsson, 3.10.2018 kl. 09:17

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hatur sums fólks á Trump finnst mér furðulegt og ekki virðist flokkskírteini í Demókrataflokknum vera nein forsenda.  

Þeir sem átta sig ekki á hvað er að gerast með geggjunarástand vinstrimanna og fjölmiðla þeirra sem misst hafa völd, hljóta að vera fæddir í gær, eða hreint og beint jafn illa innrættir og þeir og fjölmiðlar þeirra. 

Halldór Jónsson, 3.10.2018 kl. 09:31

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þú misskilur þetta Ómar.

Þar sem þú ert þegar, og fyrir löngu, búinn að segja að Donald J. Trump sé næsti Hitler, þá gerir það lítið fyrir þann málstað þinn að henda Al Capone um borð í það Hitler-farartæki þitt, því enginn Al Capone getur gert það faratæki þitt stærra en þú hefur þegar gert það með því að láta það vera Hitler. Svo til hvers að henda Capone um borð þegar þú hefur allt; sjálfan Hitler.

Hvenær finnst þér vera komið nóg? Er Hitler ekki nóg? Eða er þetta bara gamall vani sem þú ert fastur í?

Gunnar Rögnvaldsson, 3.10.2018 kl. 10:25

6 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Þeir negldu Al Capone á skattsvikum. En ekki Ómar Ragnarsson.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 3.10.2018 kl. 16:11

7 identicon

Merkileg eru ummæli Gunnars í ljósi staðreynda. Vandamálið við menn eins og Gunnar og halldór og heilagan jón er að þessir menn lifa allir í fortíðinni. Það sem alvöru Kommúnistar voru til og drápu milljónir. Þessu finnst þeim gaman að slengja fram í nútímann eins og þetta sé einhver raunveruleiki þar.

Staðreyndin er hinsvegar þessi. Íhaldsmenn og nýfrjálshyggjumenn hafa að mestu skapað þennan vestræna heim sem við búum við. Þeir fögnuðu eins og sigurvegarar þegar þegar Kommúnisminn féll og héldu að þeir væru með vinninginn. En svo líður tíminn. 20 árum síðar hrynur hugmyndafræði Íhaldsins með verstu bankakreppu sem skollið hefur á, fyrir utan 1930 kreppuna. Stemmingin eftir kreppu, með Sjálfgræðsluflokkin í stjórnarandstöðu, sýndi mjög skýrt að nú ætluðu þeir svo aldeilis að sanna það að þeir væru með svörinn. Þeir æptu og öskruðu eins og stungnu grísirnir sem þeir voru. Með öðrum orðum, þeir voru svo gráðugir að þeir keyrðu hagsveifluna beint út í skurð 2009.

Það sannast þvi í öllu þessu hafaríi að hægri menn er gráðugir peningafíklar sem miða raunveruleika sinn út frá væntingum fíkilsins. Allt er þetta selt með afneitunum á raunveruleikann, eins og gróðurhúsaáhrifin. Í mínum huga eru þetta miklu meiri looserar en vinstrið sem sveik umbjóðendur sína, því að hægrið rændi umbjóðendur sína.

Og nú þegar atvinnupólitíkusar eru búnir að gera upp á bak, þá er ráðist í að "þjálfa" "viskiptasnilling" í pólitíkina til að gera þetta eins milliliðalaust og mögulegt er. Þannig að yfir-peninga-fíkillinn Donald Trump er setur og nú er verið að tromma hann upp sem næsta frelsara íhaldsins. Nýfrjálshyggjan strandaði á skeri og nú eru það bara fíklarnir sem geta bjargað kerfinu. 

Isaiah Berlin skrifaði um jákvætt og neihvætt lýðræði 1958. Hann sagði að ef menn reyna að selja neikvætt lýðræði, það lýðræðu sem við búum við, sem hið eina sanna, þá yrði það banabiti þess. Þetta er að hlutgerast með Trump í brúnni.

Svo koma þessir bjánar og reyna að selja fólki þessa fantasíu. þeir virðist haga orðum sínum þannig að menn ættu jafnvel að taka afstöðu með Bna frekar en sínu eigin landi, eins og með tollastríðið. Svoleiðs menn sem standa ekki með sínu eigin fólki eru að sjálfsögðu kvislingar.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 3.10.2018 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband