Er árið 1830 að koma aftur?

Fyrir tæpum tveimur öldum stóð íslensk tunga á tímamótum eins og nú. Ætluðum við að láta dönskuna, danska málhugsun og hræðilegt "kansellímál" drepa það norræna mál, sem næst er grundvallarmáli norrænna tungumála, sem endurspeglast í einstæðu sagnabókmenntum?

Það þurfti útlendinga til að bjarga verðmætum á þessum tíma, Danann Rasmus Christian Rask  til að vekja okkur og fá ómetanlegan liðstyrk Fjölnismanna, og hinn breska Watson til að bjarga íslenska frjáhundinum. 

Nú er það enskan og enskuættaður ný-kansellístíll sem sækja að íslenskri tungu eins og fjallað hefur verið um hér á síðunni alla tíð. 

Þetta er stórmál og þetta er gott mál. 


mbl.is Vitundarvakning vegna íslenskrar tungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Vitundarvakning er sannarlega það sem á þarf að halda
vegna íslenskrar tungu því engu hefur verið líkara en
almennt stæðu öllum á sama hvað gerðist í þeim málum.

Sú var tíð að tilteknir fjölmiðlar báru af í metnaði sínum
fyrir vönduðu máli en þeir hafa látið mjög undan síga.

RÚV hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að vekja áhuga fyrir
íslenskunni, vernda hana en umfram allt að skýra þá hluti út
sem mörgum hefur reynst erfitt að fást við jafnt í töluðu sem
rituðu máli.

Ég held að RÚV hafi aldrei tekist jafn vel upp til varnar íslenskunni
sem á seinustu árum því þar hafa verið afbragðsgóðir þættir og ástæða til að þakka fyrir einstakt framlag Ríkisútvarpsins í þessu efni.

Íslenskan þarf að vera lifandi þáttur í lífi hvers Íslendings.
Það ætti að vera metnaður hvers og eins að ganga í hlutverk sáðmannsins
og sá þeim fræjum skynsamlega og af alúð og elsku, að kveða sinn óð til
þeirrar moldar, þeirrar fósturjarðar sem ól af sér líf og gaf sem lánað var af hæðum sem allt annað.

Íslendingar þurfa að sameinast að nýju undir gunnfánum réttlætis
og gera upp eigið ranglæti til að betur sjáist til með annað.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.10.2018 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband