Ruglreglur að hluta.

Nokkur atriði í reglum um létt bifhjól, sem ekki eru skráningarskyld, stangast á við heilbrigða skynsemi, enda má sjá á könnun á reglum í mismunandi löndum að það fara ekki öll lönd eftir sömu reglum og eru meginreglur Evrópusambandsins. Hjól Skóla-vörðustíg

Í þeim meginreglum eru takmörkin sett við 25 km/hraða og 250 watta hámarksafl á rafhjólum, sem eru flest rúmlega 20 kíló.  Og handstýrð aflgjöf er bönnuð.  

En meira en 60 kílóa rafvespur, þrefalt þyngri en rafreiðhjólin, mega vera með 350 watta hámarksafl og handgjöf er leyfileg. 

Raunar óhjákvæmileg, því að þessi þrefalt þyngri hjól eru oft þung til þess að hafa þau fótstigin!Náttfari 26.7.18  

Þetta kallar maður rugl, ekki síst þegar bensínknúin óskráð hjól sem eru allt að 80 kílóa þung, mega vera með hátt í 2000 watta hreyfla og að sjálfsögðu handgjöf vegna hins mikla þunga!  

Í Bandaríkjunum er hámarkshraðinn 32 km/klst yfir línuna og handgjöf að sjálfsögðu leyfð á öllum þessum óskráðu hjólum. 

32ja km hraðinn vestra er vegna þess að mælieiningin er mílur og hraðinn því 20 mílur.

30 km hraði er þægilegur fyrir hjól í almennri umferð inni á svæðum þar sem 30 km hámarkshraði er.  Þá eru allir á sama hraða á götunum og enginn þvælist fyrir öðrum. 

250 watta hámarkið á rafreiðhjólum er óþarflega lágt, því að það hægir mjög á hjólunum upp brattar brekkur og rýrir notagildi hjólanna á lengri leiðum.Honda 125cc og skellinaðra 50cc

Brattar brekkur eru víða fleiri og brattari á hjólastígum en götum, til dæmis hjólaleiðin meðfram Reykjanesbraut frá Smára/Lindahverfinu norður í Mjódd og upp brattann frá sjávarmáli undir Gullinbrú upp á Fjallkonuveg. 

350 wött eða 500 wött ættu að vera leyfileg á hinum léttu rafreiðhjólum til þess að hraðinn geti orðið jafnari og notagildi hjólanna meira. 

Aðalatriðið er auðvitað að halda hámarkshraða hjólanna niðri þar sem gangandi fólk er á stígunum. 

Í flestum Evrópulöndum eru bifhjól með 125 cc 15 hestafla vélar og um 100 km hámarkshraða í sérstökum flokki, þar sem unglingar geta fengið réttindi á þessi hjól ári fyrr en á bifhjólum yfir þessari stærð. Af einhverjum undarlegum ástæðum telja menn ekki að þetta geti átt við hér á landi. 

Á neðstu myndinni er fremra hjólið af þessari stærð, en það bláa er 50cc hjól, sem þyrfti ekki að vera skráningarskylt með 25 km hraðatakmarki, en er það þarna, af því að því á að aka á allt að 45 km hraða á götunum en ekki á hjólastígum og gangstígum. 

Mikil fjölgun hjólandi og gangandi fólks veldur auðvitað fjölgun óhappa hjá gangandi og hjólandi fólki, rétt eins og að fyrir 1913 voru engin bílslys á Íslandi en þeim fjölgaði í takt við bílafjöldann, þegar þeim fjölgaði. 

 

 


mbl.is Aukinn hraði leiðir til fleiri slysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband