Hannes Hólmsteinn í dag: "Hrunið ófyrirsjáanlegt og engum að kenna."

Í "fróðleiksmola" í Mogganum í dag segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson að bankahrunið 2008 hafi ekki verið neinum að kenna, heldur hafi það verið gersamlega ófyrirsjáanlegt. 

Fyrir hreina tilviljun gerði margt smátt allt í einu eitt stórt, öllum á óvart. 

Þetta er merk útkoma úr stóru skýrslunni Hannesar um Hrunið, þar sem keppst er við að stroka þennan atburð í sögu þjóðarinnar út. 

"Ófyrirsjáanlegt"?  Jæja, það stangast á við það, að komið hefur fram að það munaði hársbreidd haustið 2006 að bankakerfið félli þá. 

Það voru býsna margir sem vöruðu við, en voru almennt afgreiddir sem fólk með sérvisku, öfund, fýlu eða tapsærindi. 

Rök hinna efagjörnu voru samt oft mjög vel rökstudd og er til dæmis fróðlegt að sjá nokkur dæmi sem Gunnar Tómasson hefur vitnað í, allt frá 1982. 

Í einni athugasemdanna við pistil um hrunið hér á síðunni í gærkvöldi er því haldið fram, að peningarnir, sem hurfu eða voru í umræðunni, hafi aldrei verið til.  

Og ef þeir voru ekki til hurfu þeir auðvitað ekki, eða hvað?

Hannes Smárason lýsti því eftirminnilega í viðtali í ársbyrjun 2007 hvernig honum tókst að búa til tugi milljarða úr nánast engu með braski og notkun viðskipavildar. 

En eins og metfjöldi byggingarkrana og allar verklegu framkvæmdirnar, nýju húsin og tækin í uppsveiflunni voru raunverulega til, og að sama skapi öll þau áþreifanlegu verðmæti sem þúsundir fólks missti í Hruninu, var stærstur hluti tjónsins áþreifanlegur. 

Þessi verðmæti má meta á mörg hundruð milljarða króna. 

Það hentar kannski vel til að gera sem allra minnst úr þessum tíu ára gamla viðburði að fullyrða að hrunið hafi verið algerlega ófyrirsjáanlegt og engum að kenna, - og einnig að það hafi ekki orðið neitt hrun, af því að verðmæti, sem hafi ekki verið til, geti ekki hafa horfið í raun. 

En sú áberandi staðreynd að allar efasemdir og ábendingar í aðdraganda hrunsins voru kaffærðar eftir föngum ætti kannski að verða okkur lærdómur í stað þess að aftur og áfram verði haldið á sömu braut.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrunið var algerlega ófyrirsjáanlegt að því leiti að hrunspámenn höfðu verið að spá hruni í yfir 70 ár. Þeir fylltu sama hóp og stöðugt spá heimsendi, hruni Evrunnar, endalokum Evrópusambandsins og eldgosum eftir stundatöflu. Eigandi þessarar bloggsíðu hefur sjálfur verið duglegur undanfarin ár við að setja eldfjöllin í Excel og spá eldgosum á næstu dögum og telja byggingakrana og spá hruni innan nokkurra vikna. En meðan ekkert marktækara en hefðbundið svartsýnisraus og þunglyndisbull kemur fram verður haldið áfram á sömu braut. Það er nefnilega þannig með þá sem stöðugt hrópa "Úlfur! Úlfur!" þegar engan er að sjá, að það tekur fljótlega enginn heilvita maður mark á þeim.

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 19:38

2 identicon

Hrun var fyrirsjáanlegt, ef ekkert yrði gert til að afstýra því, nokkrum misserum áður en það varð. Þá þegar voru skuldir bankanna orðnar ískyggilega háar.

Og auðvitað vissu menn að hrun krónunnar væri framundan þó að ekki væri hægt að tímasetja það nákvæmlega. Helmingslækkun á gengi krónunnar var ekkert nýtt. Það hafði gerst 67-68 og 83-84 og þá voru engin vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með krónur.

Það var því fyrirsjáanlegt að skuldir bankanna myndu tvöfaldast í erlendum gjaldmiðli og þeir myndu lenda í greiðsluþroti. Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið flutu sofandi að feigðarósi. "Og hugsið ykkur hvað það væri gaman ef við héldum bara áfram og gæfum í" sagði Hannes Hólmsteinn 2007.

https://www.youtube.com/watch?v=AoD8umlAOFs

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 20:39

3 identicon

Hannes Hólmsteinn og Lísa í Undralandi eiga aðeins eitt sameiginlegt, þau eru nágrannar.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 21:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef aldrei "spáð eldgosi á næstu dögum", nema einu sinni varðandi þau 23 eldgos, sem ég hef upplifað, nánar tiltekið í Holuhrauni, og þar gaus nokkrum dögum síðar. Ég hef aldrei "spáð hruni innan nokkurra vikna." 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2018 kl. 21:45

5 identicon

" Ekki óraði mig fyrir því fyrir viku að Holuhraun myndi grípa svo hressilega við sér svo skömmu síðar og að þá yrði aðeins 35 kílómetra fjarlægð frá svefnstað mínum til nýs gosstaðar. "  greinilega mikill spámaður.  " Auðvitað verður eldgos, kannski eftir eina klukkustund, einn dag, einn mánuð, eitt ár eða einn áratug en eigum við ekki samt að anda með nefinu þangað til ? "

https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/?offset=4680

Ýmsar aðrar pælingar og spár frá þessum Ágúst dögum 2014--"Spurningin er hvort undir miðjum Dyngjujökli eða jafnvel á Jökulsárflæðum muni myndast nýtt fjall eða gígaröð sem bætist við Bárðarbungu og Kverkfjöll sem útverðir Vatnajökuls í norðri."   "Nú þarf fjölmiðlafólk víða að úr heiminum að læra enn eitt nýtt orð: Bárðarbunga."   "Í fljótu bragði sýnast skjálftarnir síðan í gærkvöldi vera minni að meðaltali en þeir voru fram að því, en þeir hafa færst austar og koma meira að segja fram í Kverkhnjúkum, norðaustur af Kverkfjöllum, en þeir eru meðal gamalla gígaraða sem ganga í norðaustur frá Kverkfjöllum.   Er virknin þá komin í 20 kílómetra fjarlægð frá Sauðárflugvelli, sem gæti orðið mikilvægur ef eldgos yrði á þessu svæði, sjá mynd á facebook af útsýni frá flugvellinum til Kverkfjalla."    " Hamfarahlaup undan Dyngjujökli í kjölfar goss vestan við hann geta orðið gríðarstór og flæmst víða.  Svonefndar Jökulsárflæður liggja alveg opin fyrir þeim og allt flatlendið sunnan við Öskju.   Hlaup gæti meira að segja flætt yfir Herðubreiðarlindir og um Krepputungu."

Hábeinn (IP-tala skráð) 7.10.2018 kl. 22:40

6 identicon

 Merkilegt að õmari þykir það merkilegt að engin hafi séð hrunið fyrir, en sjãlfur spekingurinn sã það þó aldrei fyrir.  Merkilegt líka að hann hafi ã sínum tíma rekið stöðugan ãróður fyrir því, ãsamt Agli Helgasyni og að einhverju leiti núverandi forseta, að íslenskur almenningur skyldi skuldsetja sig til ãratuga til að greiða icesave, en samt ekki séð fyrir dõm EFTA-dõmstólsins.

Merkilegast er þõ að Ómar, sem sér allt fyrir, veit aldrei hvað gerist næst.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.10.2018 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband