Seinagangur við að kortleggja landið skipulega.

Rammaáætlun um virkjanakosti verður 20 ára á næsta ári en ennþá vantar alveg upp á heildarsýnvarðandi vindorkuframleiðslu. 

Ef marka má þær umræður, sem hafa orðið í öðrum löndum, er að mestu eftir að taka þá umræðu hér á landi. 

Það skiptir nefnilega fleiri máli en landeigendur á hverjum stað hvort vindorkugarðar rísa. 

Þetta geta verið hundruð af myllum, sem eru allt að tvær Hallgrímskirkjur á hæð. 

Hugmyndirnar um stærð og umfang vindorkugarða eru líka mjög mismunandi, allt upp í stærsta vindorkugarð í Evrópu, sem nú er í raun byrjað á skammt norðaustan Búðardal, því að með því að veita leyfi til að reisa fyrstu myllurnar myndast þrýstingur fyrir því að halda áfram. 

En þar er ekki verið að tala um einhverja smásmíði, - orkan á að verða álíka og frá Blönduvirkjun, sem hingað til hefur verið flokkuð sem ein af stórvirkjunum landsins.  

Í Færeyjum hafa menn reynt að koma vindmyllunum þannig fyrir að þær séu inni í dölum eða þröngum sundum, þannig að sjónmengun verði sem minnst. 

Algerlega er eftir að búa til fyrirkomulag hér á landi til þess að kanna mismunandi umhverfisáhrif eftir landsvæðum og leggja heildarlínur á þessu sviði. 

 

 

 


mbl.is Ætla að beisla vindinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Danmörk er þekkt um víða veröld fyrir vindmyllur til raforkuframleiðslu. Danir eru þó búnir að fá nóg. Flestir danir vilja nú allr vindmyllur langt út á haf, lengra fra landi en 15 km. 

Vindmyllur eru í dag lýti á danskri náttúru og þeim fylgir hávaði. Hvernig væri nú að nýta sér þessa reynslu?

Birgir Þór Bragason, 9.10.2018 kl. 13:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála. Það kann til dæmis að vera mikill munur á Garpsdal og Hróðnýjarstöðum varðandi sjónmengun og truflun fyrir ferðamannaslóðir, sem byggjast mest á því að fólk geti notið mestu sagnaslóðar Íslands eins og Hvammsfjörður/Dalabyggð er, en Garpsdalur ekki. 

Ómar Ragnarsson, 9.10.2018 kl. 13:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að á kynningarfundi í Búðardal var fullyrt að ekki heyrðist meira í vindmyllugarðinum en í ísskáp. Og sýnd var loftmynd, tekin lóðrétt ofan á vindmyllu til að sanna, að sjónmengun væri nær engin!

Ómar Ragnarsson, 9.10.2018 kl. 13:30

4 identicon

Vindorkuframleiðsla í Sviss verður orðin 600 GWh árið 2020. Áætluð framleiðsla 2050 er 4000 GWh. Vindorkan er framtíðin segja Svisslendingar. Fullyrðingar Birgis Þórs hér fyrir ofan eru rangar, "fake", Danir eru ekki "búnir að fá nóg." Eru hinsvegar stoltir af framleiðslu á umhverfisvænni orku sem vekur víða aðdáun. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 14:28

5 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Vindmyllur í Danmörku eru 6000 samtals.

https://www.dingeo.dk/data/vindmoelle/

það er öðruvísi í Sviss. 

By the end of 2017, Switzerland had 37 large wind turbines in operation with a total rated power of 75 MW. These turbines produced 132 GWh of electricity. No new turbines were installed in 2017, but the 15 MW of additional capacity installed during 2016 caused a 20% increase is wind-generated  electricity.

Birgir Þór Bragason, 9.10.2018 kl. 15:02

6 Smámynd: Hörður Þormar

Fyrir u.þ.b. 70 árum var mikið rifist um Hallgrímskirkju, margir voru mikið á móti byggingu hennar og líktu henni við skrímsli. Þá var hugtakið "sjónmengun" enn ekki til.

Hörður Þormar, 9.10.2018 kl. 15:03

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Meira um óhressa Dani. 

https://jyllands-posten.dk/indland/ECE3275293/Danskere-trætte-af-vindmøller/

Birgir Þór Bragason, 9.10.2018 kl. 15:10

8 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Það á að fækka vindmyllum á landi verulega fram til 2030.

https://energiwatch.dk/Energinyt/Renewables/article10731671.ece

Birgir Þór Bragason, 9.10.2018 kl. 15:16

9 identicon

Danir ætla að fækka vindmyllum, en þær verða stærri, hærri og afkastameiri. Orkuframleiðslan mun ekki minnka, heldur aukast. Fréttin um "óhressa Dani" er 20 ára gömul. Viðhorfið hefur breyst, nema hjá afturhaldssömum mörlanda.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2018 kl. 17:49

10 identicon

Hvaðan í ósköpunum færðu þá vitleysu að einhver ætli sér, eða sé jafnvel byrjaður á, að reisa stærsta vindorkugarð Evrópu hér á landi?
Það þarf ekki að leita lengi til að komast að því að stærsti vindorkugarður Evrópu á landi er 600MW vindgarður í Rúmeníu, og undan ströndum Englands er 659MW vindorkugarður.

Landsvirkjun ætlaði sér að reisa 200MW við Búrfell, 100MW við Blöndu, "Stormorka" vill reisa 130MW í Dölunum og "EM Orka" eitthvað álíka í/við Garpsdal.

Leyfa menn sér bara að vaða upp með hvaða staðleysur sem er án þess að hugsa sig tvisvar um?

Hvað varðar Færeyjar þá veit ég ekki hvaðan þú hefur þær upplýsingar að þeir setji sínar vindmyllur í "dali eða þröng sund". Eftir því sem ég kemst næst (það þarf ekki nema 2 mínútur eða svo á Google) þá hafa þeir yfir innan við 20MW af uppsettu afli í vindorku, og megnið af því er í Húsahaga vindmyllugarðinum sem tók til starfa 2014. Hann er hvorki í þröngum dal né sundi, ég fæ ekki betur séð en hann sé ofan á myndarlegu fjalli sem gnæfir yfir Þórshöfn og blasa vindmyllurnar við öllum sem keyra nálægan þjóðveg. Það eru enda mjög góðar ástæður fyrir því að það er nánast óþekkt að troða vindmyllum í þrönga dali.

Hvað varðar Danina þá hljóta flestir þeirra að kjósa vindinn yfir kola- og gasorkuverin sem ennþá standa undir stórum hluta af orkunotkun þeirra, eða hafa menn kannski engar áhyggjur af loftslagsbreytingum? Sbr. https://www.mbl.is/frettir/taekni/2018/10/08/ekki_valkostur_ad_bregdast_ekki_vid/ 

Það er orðið löngu tímabært að menn horfist í augu við það að endurnýjanleg orkuframleiðsla er helsta og langtum stærsta framlag íslendinga til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum!

Jón (IP-tala skráð) 11.10.2018 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband