Nýir Tysonar?

Eitt versta atvik í sögu hnefaleikanna og sögu íþrótta almennt var þegar Mike Tyson beit stykki úr eyra Evanders Holyfield í seinni bardaga þeirra 1997. 

Menn sátu sem lamaðir eftir þessi ósköp og áttu ekki orð, enda settur gríðarlegur blettur á það sem brautryðjendur hnefaleikanna kölluðu "hina göfugu list sjálfsvarnarinnar." 

Annað atvik, sem var ekki ósvipað því, sem nú hefur gerst i UFC, þegar allsherjar slagsmál brutust út í lok bardaga Andrew Golata og Riddick Bowe á þessum árum, og flytja þurfti þjálfarann Lou Douva í sjúkrabíl af vettvangi. 

Tysonu varð sér ítrekaið til skammar, og hegðun hans á blaðamannafundi hans og Lennox Lewis fyrir bardaga þeirra, var fáheyrð. 

Ítrekuð óíþróttamannsleg hegðun og vítavert orðbragð Conors McGregors fyrir bardaga hans við Kahib Nurmagomedov minnti á athæfi Tysons og er það slæmt mál ef tveir Tysonar eru nú komnir í einu fram á sjónarsviðið. 


mbl.is Nurmagomedov og McGregor báðir í bann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband