Hvenær koma hljóðlátar sláttuvélar?

Það er afar misjafnt að hve miklu leyti hávaði utan frá angrar íbúa í fjölbýlishúsum. Í sumum íbúðablokkum býr fleira gamalt fólk en í öðrum og sumt af þessu fólki þarf næði einhvern tíma yfir daginn. 

Gömul garðsláttuvél á fullu inni á milli blokka getur verið afar hávær fyrir íbúana, stundum aflokuð á milli þriggja blokkarálma, og ef vélin er tvígengisvél mengar hún miklu meira og er háværari en fjórgengisvél, að ekki sé nú talað um ef sláttuvélin væri rafknúin. 

Þess vegna er gaman að velta því fyrir sér, hvenær rafknúnar sláttuvélar leysa þær háværu og stundum mengandi sláttuvélar af hólmi sem hafa hingað til verið notaðar. 


mbl.is Hreinsar göturnar hljóðlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reyndu að fá kind einhversstaðar.  Þær eru hljóðlátari en jafnvel rafsláttuvélar.

Hef séð svoleiðis græjur, og velti alltaf fyrir mér hvort það sé algengt að menn slái snúruna í sundur.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2018 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á orf og ljá enn í smá kompu í kjallara undir kjallaranum í Útvarpshúsinu, sem ég hef átt alla tíð, síðan ég var í sveit sem strákur og sló þar með þeirri hljóðlátu græju. 

Ómar Ragnarsson, 18.10.2018 kl. 23:33

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ómar, það er langt síðan að rafmagnsgarðverkfæri komu á markað. Það nýjasta er snúrulaus hleðsluverkfæri.  Og þau eru framtíðin. Ég á Einhell batteríssláttuvél og hún er alger snilld. Hljóðlaus með 2 rafhlöðum sem endast í 30 mínútur og tekur aðeins 3 tíma að hlaða. Þessi vél kostaði rétt um 40 þúsund í sumar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2018 kl. 00:09

4 identicon

Rafmótor hefur marga kosti umfram aðra mótora.

Þeir eru mjög orku-nýtnir, einfaldir að gerð, og hægt er að framleiða þá mjög hljóðláta í dag.

Eiginlega eini gallinn við rafmótorinn, sé borið saman við brunahreyfil, er geymsla eða aðföng orkunnar.

Rafgeymar og rafhlöður eru sniðugt fyrirbæri, en orkuþéttni þeirra virðist litið vera að aukast gegnum tíðina.

Það er einmitt aðalvandamál rafgeyma, rafhlaðna og annara þráðlausra raforkubera fyrir rafmótora og raftæki, það er léleg orkuþéttni. 

Þessvegna notumst við við heilmikið kerfi af föstum "snúrum" eða raflögnum. 

Til lengri tíma, þá borgar það sig að vera með þetta flókna "snúru"-kerfi sem við köllum raflagnir.

Þegar kemur að umhverfisvernd framtíðar, þá er ekki bara spuring um, hvernig við búum orkuna til, heldur hvernig við nýtum hana best. 

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, ég keypti mér einnig sláttuorf nýlega, ég valdi bensínknúið, kostaði mig 15 þúsund, er miklu öflugra en rafmagnsorf, og miklu ódýrara. Ég þarf öflugt sláttuorf við þær aðstæður sem ég glími við. Er auk þess að nýta orfið á svæði, þar sem næsta rafmagn er í nokkura kílómetra fjarlægð.

Ómar Ragnarsson, einn er ótalin kostur við rafmagnssláttuvélina, hún getur unnið í miklum halla, án þess að hafa þurfi áhyggjur af því, að smuring rati sína réttu leið, likt og ef unnið væri með bensínknúna sláttuvél. 

Auðvitað á að nýta þann kost sem er umhverfivænastur, við þjónustu íbúa í þéttbýli. Hávaðamengun er einnig mengun.

Kvðeja,

Heimir H. Karlsson

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 19.10.2018 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband