Bara að græða á bölinu?

Áfengisbölið hefur þá sérstöðu meðal verstu sjúkdóma þjóðarinnar að ríkið græðir á því í gegnum tolla og ekki síst i gegnum ÁTVR.  

Þess vegna er það athyglisvert á þessum tíma mesta þjóðargróða sögunnar að ekki skuli tekið með í reikninginn sá þjóðhagslegi hagnaður sem fylgir því að lækna fólk af þessu böli. 

Í nýlegu viðtali við séra Davíð Þór Jónsson lýsti hann því vel, hvernig það réði úrslitum um að hann hélt lífi og náði að sigla inn í besta og gjöfulasta tíma ævi sinnar með hjálp SÁA. 

Það gerðist ekki fyrr en honum varð ljóst, að í því fólst eina von hans, líkt og eina von svo margra sem fá krabbamein felst í því að fá læknismeðferð. 

600 manna biðlisti á Vog er ekki síður skömm einnar af ríkustu þjóðum heims en fjöldi fátækrar er. 


mbl.is Yfir 600 á biðlista inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

If you fail to avoid high inequality, you will need more prisons and more police. You will have to deal with higher rates of mental illness, drug abuse and every other kind of problems. If keeping taxes and benefits down leads to wider income differences, the need to deal with the ensuing social ills may force you to raise public expenditure to cope. From “ The Spirit Level. Why Equality is Better for Everyone”, by Richard Wilkinson and Kate Pickett.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2018 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband