Einfalt forgangsskilti eða snertiljós, takk.

Víða erlendis, að minnsta kosti allt frá Rússlandi til Kaliforníu, eru sett upp skilti við einbreiða þengda vegakafla aða brýr, þar sem umferð úr annarri áttinni hefur forgang fram yfir hina. 

Stórfurðuleg tregða hefur ríkt hér á landi varðandi þetta einfalda atriði sem ég rakst fyrst á á Kolaskaga í Rússlandi 1978Umferðarmerki á Kolaskaga,og meðfylgjandi mynd er af.

Stórslys hafa orðið hér á landi vegna þess að bílstjórarnir, sem komu úr gagnstæðum áttum, fóru í kappakstur um það að verða á undan hinum inn á brúna. 

Meginorsökin er sú, að bílstjórarnir átta sig ekki á því, að í raun eru þeir á tvöföldum hraða miðað við bílinn á móti. 

Ef tveimur bílum er ekið inn á brú á 90 km hraða, nálgast þeir hvor annan á 180 km hraða. 

Ef svona skilti eru sett upp, hverfur þetta fyrirbæri. 

Síðan er til önnur lausn, umferðarljós með snertistrýringu eins og eru víða í Reykjavík. 

Án slíkrar stýringar verður umferðin ekki eins skilvirk og án ljósa, því að þegar umferð er lítil, þurfa þeir, sem koma á móti rauðu ljósi en enga umferð að sjá á móti, kannski að bíða alveg að óþörfu.

Það var bloggað um þetta mál hér á síðunni fyrir nokkrum árum, en það var eins og að skvetta vatni á gæs. 


mbl.is Ljósastýring við Goðafoss?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, Hvort tveggja væri til mikilla bóta.

Ég hef stundum sagt við útlenda ferðamenn að sú regla að sá sem fyrst komi að einbreiðri brú eigi réttinn sé heimskuleg regla. Og ég bæti því alltaf við að betri regla sé sú að sá eigi réttinn sem kemur á móti þér.

Umferðaljós með skynjara eru afar skynsamleg. Til hvers að látga tugi bíla á Hringbraut bíða á gatnamótunum við Framnesveg þegar engin umferð er um þann síðarnefnda? Fer þarna um daglega og skil ekkert í þessu. nefna má fjölda annarra gatnamóta sem svona vantar. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.10.2018 kl. 15:56

2 identicon

Sæll Ómar.

Þér hefur orðið tíðrætt um tregðu Íslendinga til þess að "gefa" stefnuljós.

Kannski mætti laga þetta með því að biðja ökumenn bara um að "sýna" stefnuljós í stað þess að "gefa" þau. 

Nískupúkar   :-)

Gylfi Thor Orrason (IP-tala skráð) 22.10.2018 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband