Bárðarbunga og Grímsvötn koma?

Bárðarbunga, Dyngjujökull, Kverkfjöll"Katla kemur" segja margir Skaftfellingar um þennan ógnvald þeirra og Rangæinga, sem getur sent hamfaraflóð allt vestur í Landeyjar og austur í Álftaver. 

Og á áhrifasvæði hennar hafa komið tvö stærstu hraunflóð á sögulegum tíma mannkyns.

Raunar er Katla ógnvaldur allra landsmanna,því að á Suðvesturlandi er 4 sentimetra þykkt öskulag úr gosi í Kötlu fyrir nokkur þúsund árum.

Falli slíkt öskulag á vori eða snemmsumars getur það haft miklar afleiðingar fyrir allan jarðargróður og Katla getur stöðvað flug í Evrópu hvenær sem er. 

Bárðarbunga hefur hins vegar ákveðna sérstöðu um það, að gos á áhrifasvæði hennar geta valdið hamfarahlaupum á mörgum vatnasviðum, allt frá vatnasviði Tungnaár og Þjórsár austur til Hverfisfljóts og norður til Skjálfandaflóa og Öxarfjarðar, auk þess sem hraun frá áhrifasvæði Bárðarbungu hafa runnið allt til sjávar í Flóanum. 

Og af því að Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, koma þau að sjálfsögðu, og fer meira að segja að verða komin tími á næsta gos þar. 


mbl.is Stórir skjálftar við Bárðarbungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líklega er bókin "Vötnin stríð" eftir dr. Sigurð Þórarinsson, sem kom út 1974, nú orðið ófáanleg í bókabúðum. Ritið er í raun skýrsla Sigurðar til Vegagerðar og annarra opinberra aðila um sögu Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa og ómetanlegt heimildarrit sem slík.
Ef góðir menn á Raunvísindastofnun tækju sig til og bættu við bókina því sem gerst hefur frá útkomu hennar og þeim fróðleik sem kynni að hafa komið í ljós um jarðfræði svæðinsins, held ég að slíkt rit yrði mikið keypt og lesið.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 23.10.2018 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband