Outlander PHEV og Pajero eru ósambærilegir sem "jeppar".

Mithsubishi Pajero hefur hvað fjöðrun og undirvagn verið nokkuð sér á parti sem jeppi allt frá því að núverandi gerð kom á markaðinn árið 2006.  

Á meðan Toyota Landcruiser virðist hafa tekið smám saman við stöðu Pajeros fyrr á tíð sem "konungur jeppanna" enda þótt Range Rover og Land Rover Discovery séu bæði dýrari og tæknilega fullkomnari, heldur Landcruiser sig fast við heilan öxul að aftan. 

En síðan 2006 hefur Pajaero hefur verið með vel heppnaða sjálfstæða fjöðrun á öllum hjólum  án þess að það bitnaði á veghæð eða torfærugetu. 

Og tiltölulega auðvelt að hækka hann smávegis upp á þessari fjöðrun sem er með engan "kúludrátt" eins og jeppamenn kalla það fyrirbæri, þegar drifkúlurnar lenda ofan í snjónun og skapa mótstöðu.  

Því er sjónarsviptir að þessum jeppa og í bili virðist enginn ætla að koma í staðinn hjá Mitsubishi því að Outlander PHEV tengiltvinnbílinn er varla hægt að kalla "jeppa" þótt fjórhjóladrifinn sé. 

Því veldur takmörkuð veghæð eins og glöggt má sjá ásýndar á þessum bílum þegar fjöðrunin fer að bælast við notkun eða fólk og farangur er í þeim, en þó fyrst og fremst hvað undirvagninn er viðkvæmur fyrir því ef bíllinn tekur niðri í torleiði eða eitthvað rekst upp undir hann. 

Frést hefur af tveimur óhöppum hvað þetta snertir, sem kostuðu hátt í tvær milljónir króna hvort vegna skemmda á rafgeymum og rafkerfi. 

Að því sögðu má hins vegar vel taka það fram að þessir bílar hafa notið verðskuldaðra vinsælda og mikillar sölu fyrir það, sem þeir eru ótrírætt: Vel heppnaðir tengiltvinnbílar með fjórhjóladrifi, einkum í þeim tilfellum þar sem þeir eru mikið notaðir í innanbæjarakstri og rafdrifið nýtur sín í stuttum ferðum. 

En þegar mikið er um langferðir á þjóðvegum verður bensíneyðslan nokkuð mikil að því er frést hefur, enda svona blendingsbíll hátt í 1900 kíló að þyngd. 

Og nú, þegar Hyundai Kona er að koma á markaðinn með 64 kwst rafhlöðu og næsta gerð af Nissan Leaf verður með 60 kwst, er um miklar framfarir að ræða, sem gerir þessa bíla miklu samkeppnishæfari en áður hefur þekkst. 

En báðir verða dýrari en Leaf og fleiri eru núna, - Kona rafbíllinn yfir 5 milljónir. 

Og þá er reyndar rétt að taka það fram, að með því að fullyrða að Hyundai Kona rafbíllinn sé fyrsti "rafjeppinn" er ansi langt seilst. 

Virðast lítil takmörk fyrir því hvað bílaumboðin okkar geta ruglað með jeppahugtakið og dæmi um það verða sífellt fleiri og algengari yfir alla línuna. 

Kona rafbíllinn er ekki fáanlegur með fjórhjóladrifi, - er með aðeins 2 sm hærri veghæð en venjulegur fólksbíll og lágur og langt framskagandi framendinn er ekki líklegur til afreka á jeppaslóðum.  


mbl.is Ástkær Pajero kvaddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Ekki er að efa að skúringarkonu á Landspítala 
með 150.000 kr á mánuði verður mikið létt við 
slík tíðindi!

Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 06:17

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar. Ég fór að hugsa í alvöru en keypti mér Lithium ion battery í sverðsög og full hlóð það ásamt öðru NiCad sem ég ætlaði að nota um helgina í utiprojecti í sumarbúðstaðnum. Ok þau stóðu 2 klukkutíma úti þar til ég ætlaði að nota þau í sverðsög og þegar þá voru það komin niður í 10% og ég náði ekki að saga nema 20 cam í gegn um 12 mm plötu. bæði nær tóm þrátt fyrir fullhleðslu kvöldið áður.

Efnið er Rafmagnsbílar hver er sannleikurinn með endingu á hleðslu í segjum 0 til 10 gráðu frosti. Hver er reynslan. Áttu graph yfir þetta?

Valdimar Samúelsson, 29.10.2018 kl. 09:20

3 identicon

Sæll Ómar.

Blómatími kínverkrar ljóðlistar
er jafnan kenndur við Tang-keisaraættina
sem uppi var á 7. - 9. öld e. Krist.

Hún gaf að vísu gaum að því þjóðlega en umfram allt umheiminum
og jafnvel því sem gæti ögrað skipulaginu sjálfu í tímans rás
rétt eins og rafbílar sem flestum eru framandi en gætu verið
ráðandi 100 árum síðar eins og inntak ræðu þinnar var á sinni tíð.
(ekki eitthvað sem er gamaldags eða er vísun til óra einhverra!) 

Því er ekki fjarstæðukennt að jaðigrænar breiðurnar við sef árinnar
megi upphefja í ljóði þeirra frænda og niðja Lí Pó og Fú Tú 
til þess farartækis sem sjálfsagt þykir að starfsmenn fái til afnota 
vegna starfa sinna, - og þó skúringarkonan á Landspítala með laun frá verktaka uppá 150 þús. verði þá löngu hofin þá verður minninngin 
og aflvakinn sem ljóðið eitt hratt fram, einn sá jaðisteinn sem konungshallir eiga allt undir að haldi og veldi þeirra og undirstaða
hvílir á.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband