Fegurðin leynist víða. "Sindra austurgluggar..."

Áberandi er í eftirmælum um hve margir eiga í eftirmælum fagrar og góðar minningar um eiganda enska knattspyrnuliðsins Leicester, sem lést í þyrluslysi nú um helgina. 

Já, fegurðin leynist víða, Sólarupprás 27.10.18í sálum fólks hið innra með því, í kringum það hið ytra og utan dyra leynist hún líka víða. 

Fjölbreytni fegurðar hefur dregið margan frægan mann til Íslands, eins og myndin í tengri frétt af þessum merka manni í "Svarta demantshellinum" undir Breiðamerkurjökli sýnir glöggt. 

Mikið er um það að fagrar sólarlagsmyndir nást á myndavélar, en minna er um sólarupprásarmyndir, og kannski síst á þessum árstíma. 

En árrisult fólk síðastliðinn laugardagsmorgun barði augum fallega sólarupprás í austri, sem kallaðist á við ljóðlínur Sigurðar Þórarinssonar í Vorkvöldi í Reykjavík: 

"Sindra vesturgluggar sem brenni í húsunum."

Það var líka bjart yfir snemma í morgun, en við slík skilyrði gætu myndast ljóðlínurnar: 

"Sindra austurgluggar sem brenni í blokkunum."

Og í blokkargluggunum speglast hluti af sjóndeildarhringnum í austri, svo að kannski hefði líka átt við: 

"Sjá roðann í austri, hann brýtur sér braut!"


mbl.is Skoðaði íshella í Breiðamerkurjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband