Ein birtingarmynd valda- og launamisréttis.

Hér á blogginu hefur mátt sjá því haldið fram að það hallaði nú orðið á karla í jafnréttismálum, meðal annars vegna þess að konur hafa haslað sér áberandi betri völl í háskóla og framhaldsmenntun en karlar. 

En síðan má sjá því haldið fram, að þessi sókn kvenna hafi verið til ills af því að þær hafi "verðfellt" hin háskólatengdu störf. 

Þeir, sem halda þessu fram, sjá hins vegar ekki, að konur geta ekki "verðfellt" heilu starfsgreinarnar nema á þann hátt, að reynt sé að halda þeim niðri í launum. 

Og þegar 90 prósent stjórnarformanna í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar og 81 prósent stjórnarmanna, blasir ákveðið valdamisrétti við á því sviði, þar sem völdin skila mestu til þeirra sem hafa þau. 

Og áður hefur verið minnst á það hér á síðunni, að með því að þjóðhagsreikningurinn metur heimilis- og uppeldisstörf ekki krónu virði fyrir meginþorra kvenna, verða allir heildarútreikningar skakkir varðandi laun kynjanna. 


mbl.is Einungis 19% stjórnarformanna konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimilis- og uppeldisstörf, sama hver þau vinnur, eru val. Þau eru það sem sumir kjósa að eyða tómstundum sínum í og koma launum kynjanna ekkert við. Enginn var ráðinn í þau störf og enginn vinnuveitandi bað um að þau væru unnin.

Konur geta "verðfellt" heilu starfsgreinarnar með því að komast í meirihluta og samþykkja launakjör í samningum sem aldrei hefðu verið samþykkt meðan í meirihluta voru karlmenn. Þegar laun í einhverri starfsstétt eru svo lág að enginn karlmaður sækir í störfin fyllast stöðurnar af konum. Þetta má sjá í því hvernig laun kennara hafa þróast eftir því sem konum fjölgaði. Konur sætta sig við lægri laun. Þessa tilhneigingu má sjá grilla í í því að fyrsta verk konu sem tók við formannssæti í einu stærsta verkalýðsfélagi landsins var að lækka sín laun. Hún er nú á hálfum launum karls sem er formaður lítils félags á Akranesi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 31.10.2018 kl. 23:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Af hverju var "enginn ráðinn í þau störf"?  Af því að þau eru ekki viðurkennd eins og önnur störf. 

Að kalla heimilis- og uppeldisstörf tómstundastörf sýnir hug Hábeins til þessara grundvallarstarfa í þjóðfélaginu. 

Ómar Ragnarsson, 1.11.2018 kl. 00:09

3 identicon

Þau eru ekki viðurkennd eins og önnur störf einfaldlega vegna þess að þú selur ekki tíma þinn öðrum. Þú vinnur þau fyrir þig á þínum frítíma kjósir þú að vinna þau. Þau koma atvinnurekendum ekkert við. Hvort þú bónar bílinn þinn, ryksugar stofuna eða þværð föt barna þinna kemur launum kynjanna ekkert við og skiptir vinnuveitanda þinn engu máli og kalla ekki á sérstakar greiðslur frá honum.

Það má vel vera að það að raka sig, vaska upp, skutla krakka á íþróttaæfingu, skipta um peru í lampa og hengja þvott á snúru séu grundvallarstörf í þjóðfélaginu. Þau hafa samt jafn mikið með launamun kynjanna að gera og hæð Esjunnar, ekkert.

Það að vinnu innan heimilisins sé misskipt er ekkert sem verður leiðrétt með atlögu að vinnuveitendum. Og það gæti verið ástæða þess að illa gengur að breyta hlutunum, barist er við rangan aðila á röngum vígvelli.

Hábeinn (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 01:40

4 identicon

Þeir sem mest gjamma um stjórnir fyrirtækja virðast minnst vita um hvað tilgang stjõrn, og þar með stjõrnaformennska, hefur hjá fyrirtæki.

Hlutverk stjórnar fyrirtækis er að gæta hagsmuna eigenda félagsin og framfylgja vilja eigendanna varðandi rekstur félagsins.  Því eru það eigendur félagsins að velja stjõrn og stjõrnarformenn félaga.  Þannig hefur stærsti eiganinn mest um það að segja hvernig stjõrn er skipuð.  Allt tal um misrétti af því einhverjir hõpar eigi ekki jafnmarga fulltrúa í stjõrn félags er því botnlaust bull.

Miklu nær væri að tala um misrétti sem felst í því að eigendum skuli ekki vera frjálst að velja sinn fulltrúa ãn afskipa af hálfu ríkisins, að ekk sé nú talað um afskiptasama bloggara útí bæ.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband