Líkt og Sumarliði fullur: "Ég get allt, ég veit allt!" Stjórnarskráin hvað?

Eftir því sem nær dregur kosningum er hætta á því að mönnum hlaupi æ meira kapp í kinn. 

Þá eykst hættan á því að lofa upp í ermina á sér eða að búa til loforð, sem hafa ekki verið "álagsprófuð" ef nota má slíkt orð. 

Í álagsprófi loforða felst til dæmis að farið sé með rétt mál um málavexti og stöðu varðandi loforðið og líka hitt, að tæknilega sé mögulegt að framkvæma loforðið. 

En stundum er það svo, að í asanum og hraðanum gefst ekki færi á því fyrir kjósendur að sannreyna loforðin, og komist hið sanna ekki að fyrir kosningarnar, er það orðið of seint eftir kosningarnar. 

Nú í kvöld var til dæmis athyglisvert að sjá hvernig þrír forsetar Bandaríkjanna lugu mestallan tímann frá 1962 til 1973 um það sem þeir stóðu fyrir í Vietnam, og urðu lygarnar æ svakalegri eftir því sem stríðið harðnaði. 

Svonefnd Pentagonskjöl, sem afhjúpuðu þetta og var lekið út, urðu til þess að skapa svo sjúklega tortryggni og ótta hjá Nixon forseta að hann teymdi sjálfan sig út Watergate-hneykslið, sem varð honum að falli. 

Má segja að þá hafi hann fengið makleg málagjöld fyrir slóð af óheilindum, fláttskap og lygum, allt frá óþverrabragði hans rétt fyrir kosningarnar 1968. Sem Johnson fráfarandi forseti gat hins vegar ekki afhjúpað án þess að afhjúpa eigin óheilindi hvað snerti símahleranir.  

Nixon virðist hafa verið haldinn siðblindur. Það sýndi sig best þegar honum fannst ræðan um "stórsigur" Suður-Víetnama á Viet Kong í Laos vera besta ræða, sem hann hefði nokkurn tíma flutt. 

Stórsigurinn fólst nefnilega í hraklegum ósigri þar sem helmingur liðsmanna Suður-Víetnama féll!   

Donald Trump er sem betur fer ekki á svona alvarlegum slóðum í sínum loforðum, en getur þó ekki stillt sig um að telja sig hafa vald til að nota tilskipanir á skjön við ákvæði stjórnarskrárinnar, sem hann sór embættiseið að, og munar ekki um það í leiðinni að fullyrða að ekkert land í heimi búi við þau ákvæði um nýfædd börn innflytjenda, sem Bandaríkin búi við. 

Hið sanna er hins vegar að 30 lönd búa við svona ákvæði, meðal annars nágrannalandið Kanada. 

En Trump kærir sig kollóttan og treystir því að markhópur hans taki hverju sem hann segir líkt og það væru guðspjöll. 

Því hvað sagði ekki Sumarliði fullur: "Ég get allt! Ég veit allt!" 

En Trump þarf ekki að vera fullur til þess að nota líkt orðfæri.  

 

 


mbl.is Vill afnema ákvæði um ríkisborgararétt barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Nú stendur yfir innrás í Bandaríkin og ef svipuð innrás ætti sér stað hér, þá væri ekkert hægt að gera vegna þess að það má ekkert gera og ef einkver ætlaði að gera eitthvað þá myndi góðafólkið umsvifa laust umkverfast í bersekki og kolbíta. Hvernig ætli húsnæðismálunnum reiddi þá af? 

Ef Trump telur að þessi hugmynd sín gæti hjálpað við varnir landsins þá er það fyrsta sig að byrja á, að tala um það, og þó að skinsamir menn hafi vitað Það lengi, þá er það nú orðið dagljóst að Trump hafði rétt fyrir sér girðingu á suðurlandamærin.  

Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2018 kl. 11:01

2 identicon

Þessi "innrás" er mjög langt frá því að geast. þessi hópur er ekki einu sinni kominn í mexíkó og ef þau fara alla leið þá erum við að tala um eftir 2 mánuði eða lengur. hann er að æsa upp fólkið til að fá athvæði fyrir sinn flokk. þetta hræðslu áróður til að hræða fólk í kjörklefana. það er ekki í fyrsta skiptið að koma svona hópur upp frá suður og mið ameríku. síðast var þessi alda orðin að gáru þegar komið var að landamærum og álgið ekki meira en á venjulegum vikudegi í landamæra eftirliti. þetta er fake nmews sem hann notar í áróðri. eftir næstu helgi mun ekki vera ein frétt um stóru árásina.

Siggeir Pálsson (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 13:23

3 identicon

er þá ekki gott að hafa einfalda stjórnarskrá sem erfitt er að fara framhjá

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 13:35

4 identicon

Herra Hraundal varar við "svipaðri" innrás hér á Íslandi. Miðað við stærð hópsins og íbúafjölda USA samsvarar þetta því að 7 hælisleitendur kæmu til Íslands. Lítil ástæða fyrir Hraundal að fara af hjörunum. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.11.2018 kl. 13:40

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég man ekki betur en að það hafi sex mexíkóskir lögreglumenn slasast í átökum við þetta fólk sem kann ekki að eiga heima hjá sér, þar sem lögreglumennirnir ætluðu að hindra að þessi flokkur ryddist án leyfis inn í Mexíkó. Lögreglumennirnir beittu ekki vopnum en árásar flokkurinn kastaði grjóti og öðru tiltæku og notuðu barefli.  Þú getur svo kallað þetta gárur Siggeir Pálsson en það er búið að segja þessu fólki að það sé ekki velkomið en samt heldur það áfram.

 Jú Kristin Geir það er mikilvægt að hafa góða stöðuga stjórnarskrá  sem kjánar og ofbeldisfólk getur ekki breitt þá og þegar því dettur það í hug.  Samt er hægt að breyta flestum stjórnarskrám, það þarf bara samþykki þjóða í lýðræðisríkjum og svo tíma, en hann er mikilvægur til að tryggja grunnlögum ríkisins stöðugleika.

Þarna eru ekki á ferðinni bara einhverjir sjö menn sem ætla að borga fyrir sig húsnæði og fóður Haukur Kristinsson heldur sjö þúsundmanna flokkur sem ætlar að taka það sem hann vantar frá þeim sem hann finnur það.  Engin veit hverrar gerðar þessi flokkur er annað en það að hann (flokkurinn) ætlar ekki að fara að lögum.  Það er búið að láta þetta fólk vita að það er ekki velkomið en það heldur áfram.

 Á Íslandi ríkir alger aumingjaskapur gagnvart ólöglegum innrásarmönnum, til vandræða fyrir Íslendinga á ýmsum aldri, sem margir hafa lagt mikið til okkar vanmáttuga velferðarkerfis og það er eingin ástæða til að láta einhverja sem kunna ekki að eiga heima hjá sér og heimta hér húsnæði, menntun, sem og önnur gæði.  Málið er að, áar okkar og við byggðum hér handa okkur möguleika til að geta búið hér mansæmandi nútíma lífi og eigum við svo að láta einhverja sem kunna ekki einu sinn að eiga heima hjá sér, hvað þá að byggja upp heima hjá sér, naga sig inní það?   

Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2018 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband