Þörf fyrir að upphefja sig með því að lítillækka aðra?

Erfitt er að finna einhverja einhlíta skýringu á einelti í skólum og á vinnustöðum og allskyns áreiti og ofsóknir gegn hinsegin fólki og fólki af öðrum kynþáttum, þjóðum og trúflokkum. 

Ein ástæðan, sem nefnd hefur verið, er einhver þörf fólks til að lítillækka aðra til þess að upphefja sjálfa sig. 

Þetta fyrirbæri spannar yfir ótrúlega mörg svið og er á mjög mismuandi háu stigi, samanber nasistana á sínum tíma. 

Þeim nægði ekki að upphefja sig sem yfirburða kynþátt, heldur þurftu þeir í leiðinni að útrýma Gyðingum, sem Hitler líkti við rottur og meindýr. Lengra verður vart komist. 

Það má hugsanlega útvíkka hugtakið "hinsegin" og láta það ná yfir fleiri, þar með Rómafólk, Gyðinga og aðra trúflokka, sem tilheyra ekki þeim hópi, sem hatast við þá, sem eru "öðruvísi" á einhvern hátt.  


mbl.is Svari fyrir kúgun hinsegin fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband