"Það var mikið!" En þetta er í raun gömul "ný þungamiðja."

Á síðustu áratugum hefur þróun byggðar á höfðuborgarsvæðinu markast af því, að byggðin hefur raðast í kringum tvær meginlínur sem mætast í krossgötum á svæðinu frá Elliðavogi til Smárahverfisins. 

En á sama tíma hefur verið í gangi sú hugsun, að þungamiðjan sé við Reykjavíkurtjörn og að þess vegna þurfi að leggja flugvöllinn niður. 

En, viti menn, þegar menn ætla að fara að leggja svonefnda borgarlínu kemur auðvitað í ljós, að það gengur ekki upp að hafa miðju hennar í Vatnsmýrinni, heldur verður Ártúnshöfði fyrir valinu með svonefnt Krossmýrartorg sem miðstöð verslunar og þjónustu,  enda aðeins rúman kílómetra frá þungamiðju byggðainnar, sem er núna austast í Fossvogi, skammt frá Blesugróf og Smiðjuvegarhverfinu. 

Og nú á dögunum datt það út úr einum þeirra sem að þessu verkefni vinna, að þessi breytta staða, sem kölluð er "ný þungamiðja", muni stuðla að því að ekki þurfi að flytja flugvöllinn,  - hann er á besta hugsanlega stað. 

Öfundsverðum stað miðað við erlendar borgir, hvað það snertir, að ef austur-vestur-brautin verður lengd, munu 80 prósent af umferð um völlinn fara um þá braut, sem hefur Skerjafjörð í aðra áttina í aðflugi og fráflugi, en hins vegar autt svæði í Fossvogsdal til austurs. 

Allir, sem hafa ferðast flugleiðis milli borga erlendis, þekkja það hvernig flogið er víðast hvar yfir mikið þéttbýli. 

 


mbl.is Borgarlínustöð ný þungamiðja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þungamiðja Reykjavíkur virðist vera í 101 í hugum þeirra sem ráða. Háskólinn í Reykjavík átti jafnvel að fara í Garðabæ en fór í Öskjuhlíð. Garðabær eða Mjóddin  voru miklu betri staðir .Þetta er einhver meinloka.Ávísun á meira umferðar  öngþveiti.

Höddi (IP-tala skráð) 2.11.2018 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband