Æskilegt fordæmi og þróun í félagsmálum?

Mál Heiðveigar Maríu Einarsdóttur og stjórnar og trúnaðrmannaráðs Sjómennafélags íslands eru nú að fá á sig mynd eftir því sem rætt er nánar um það. 

Það er hægt að draga upp einfalda mynd af því mynstri sem blasir við og ráðamenn í öðrum félögum geti haft til hliðsjónar og eftirbreytni, ef þeim finnst það nauðsynlegt: 

Ráðamenn félagsins leggja einhliða mat á málflutning væntanlegs frambjóðanda og dómur þeirra er sá, að málflutningur frambjóðandans sé svo skaðlegur fyrir félagið, að hann gjaldi fyrir hann með því að vera rekinn úr félaginu. 

Þar með leysist málið á einfaldan hátt og ráðamennirnir geta setið áfram að völdum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af "óæskilegu" mótframboði. 

Í tilfelli Sjómannafélagsins er ekki þörf á að skoða fleiri ástæður til brottreksturins þótt nefndar séu. 

Það liggur fyrir sá einhliða úrskurður stjórnar og trúnaðarmannaráðs að það sé brottrekstrarsök og viðhafa málflutning og skoðanir, sem "skaði hagsmuni félagsins. 

Aðferðin býður upp á geðþótta mat á brottrekstrarsök, því að ráðamennirnir einir ráða því mati, hvað sé brottrekstrarsök og hvað ekki og hvað "skaði hagsmuni" félagsins og hvað ekki. 

Er þetta æskileg aðferð, fordæmi og þróun í félagsmálum?


mbl.is Ásakanir Heiðveigar ekki eina ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formaður sem notar sjóði félagsins ótæpilega  hefur ástæðu til að verða hræddur um  að einhverjir komist að því að það sé maðkur í mjölinu. Formaður sem ekur um á bifreið merktri alþjóða flutninssambandinu og notar þetta sem hvern annan fjölskyldubíl hefur ástæðu til að vera hrææddur um að einhverjir komist að því að það sé maðkur í mjölinu. Maðkurinn í mjölinu ætti að sjá sóma sinn að segja af sér áður en ósóminn sem hann hefur stundað kemur upp á yfirborðið

diddi (IP-tala skráð) 2.11.2018 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband