Það kraumar undir.

Það vill svo til að á ferð út á land þessa dagana heyrir maður mikið rætt um átökin í Sjómannafélagi Íslands og skynjar að mikið kraumar undir hjá mörgum varðandi það ástand sem ríkir í sjávarútveginum hér á landi. 

Hinar fjölbreytilegustu sögur af því ástandi sem hinir miklu fjármunir og tengd völd í gegnum þennan gríðarlega auð hefur skapað virðast þó aðeins toppurinn á ísjakanum. 

En í okkar örsmáa þjóðfélagi tengsla, vensla og skyldleika gefur auga leið að þrátt fyrir hlægilegar niðurstöður beint í aðdraganda Hrunsins um að okkar þjóðfélag væri það óspilltasta í heimi (!) eru aðstæður einfaldlaga og einmitt þannig, að þær beinlínsi kalla á fjölþætta spillingu. 

Átökin í Sjómannafélagi Íslands er aðeins hluti af þessu ástandi, sem kemur upp á yfirborðið. 

Um það gildir að peningar fela í sér vald; vald spillir og þeim mun meira sem valdið er meira. 

Fróðlegt verður að sjá ef Félagsdómur úrskurðar um þetta tiltekna mál.  


mbl.is „Hættur að botna neitt í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar talað er um spillingu í sjávarútvegi þá er nærtækast að "kíkja í pakkann" hjá ESB. Í samanburði við það apparat þá er spilling á Íslandi ekki mælanleg

Grímur (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband