Svipað og fyrir tæpum fjórum áratugum? Hækkun olíuverðs.

Ástandið á málefnum millilandaflugfélaganna íslensku minnir um margt á þær hremmingar sem íslensku flugfélögin lentu í þegar olíukreppan mikla skall á fyrir tæpum fjórum áratugum. 

Flugfélag Íslands og Loftleiðir voru ólík félög hvað snerti fargjaldamál, því að Flugfélagið hafði verið bundið við fargjöld IATA, alþjóðasambands flugfélaga, en Loftleiðir var hins vegar lággjaldaflugfélag eins og WOW air sem naut hagstæðs loftferðasamnings við Bandaríkin og notaði fyrstu tvo áratugina, frá 1953 og fram undir 1970 flugvélar, sem voru hægfleygari en flugvélar Flugfélagsins, fyrst DC-4 og DC-6 á móti Vickers Viscount skrúfuþotum á áriunum 1957 - 1967  og síðan Canadadair skrúfuþotur á móti Boeing 727 þotum frá 1967. 

Loftleiðir voru mun stærra flugfélag en Flugfélagið, en innan Loftleiða var og hefur æ síðan verið viss óánægja með það hvað síðarnefnda flugfélagið fór vel út úr samrunanum. 

Íslensk stjórnvöld hvöttu mjög til samrunans, og líklegt er að núverandi stjórnvöld andi léttara í bili við þannan samruna, því að svo miklu meiri fjármunir eru í húfi núna en 1980. 


mbl.is „Þetta er því augljósasta lendingin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaupa samkeppni til að hækka verð. :P

Sigurbjörn Marinósson (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 15:37

2 identicon

Ómar, fyrir mörgum árum skrifaðir þú pistil um lendingar: "Nauðlending þarf ekki að leiða til brotlendingar." En hvað mundir þú kalla þessa "lendingu" hjá WOW? Lending, brotlending, nauðlending, varúðarlending (precautionary landing)? Verðið sem fékkst fyrir draslið nægir ekki til að kaupa gamla ryðgaða Boeing 737.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 17:25

3 identicon

Úr þessum pistli þínum má auðveldlega lesa að Fligfélagið hafi tekið B727 vélar í notkun 1953 og því hafi samkeppnin við Loftleiðir verið auðveld. Þá má og lesa að Loftleiðir hafi tekið dc-6 í notkun 1953. Er þetta nú alveg í samræmi við sagnfræðilegar staðreyndir?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 17:55

4 identicon

Nú hlýtur að vera skálað í kampavíni í höfuðstöðvum Flugleiða því það er fleira sem verður eins og fyrir 5-40 árum. Nú geta þeir byrjað aftur öll gömlu skíta trikkin í farmiðasölu og t.d. látið breytingu á flugmiða yfir Atlandshafið kosta 250.000 á hvern farþega en að sjálfsögðu bara hjá Íslendingum ekki hjá útlendingum!

El Acróbata (IP-tala skráð) 5.11.2018 kl. 20:28

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Var að sjá þessa athugasemd fyrst núna, klukkan 23:20 Þorvaldur, og setti strax inn nákvæmari lýsingu á samkeppninnni. 

Ómar Ragnarsson, 5.11.2018 kl. 23:26

6 identicon

Já, þetta var allt annað.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband