"Stórsigur" að tapa fulltrúadeildinni?

Þegar Donald Trump lýsir því yfir að kosningarnar í Bandaríkjunum í gær hafi verið "stórsigur" fyrir sig getur hann varla hafa átt við að tap fulltrúadeildarinnar til Demokrataflokksins sé innifalið í því. 

Og þó?

Það er gegnumgangandi fyrir allan feril Trumps að hann hefur að eigin mati aldrei tapað neinu, til dæmis í gjaldþrotamálum sínum, heldur ævinlega unnið frækinn sigur. 

"Stórsigur" Trumps er að hluta til fenginn með stóraukinni skuldasöfnun ríkissjóðs, sem er að vísu fyrirbæri, sem er þekktur galli á lýðræði, sem tengist kosningum á fárra ára fresti. 

Þá er ætíð freisting fyrir sitjandi valdhafa að miða sem flest við komandi kosningar, jafnvel þótt með því sé verið að velta vanda yfir á framtíðina. 

Megin kostirnir eru tveir varðandi afleiðingarnar. 

Annars vegar, að skilgreina afleiðingarnar með danska máltækinu: "Den tid den sorg" og treysta á að hægt sé að halda áfram næsta kjörtímabili. 

Hins vegar að það verði bara sérstakt verkefni fyrir þann eða þá, sem kynnu að taka við, að takast á við vandann.  

Báðir eru þessir kostir mannlegir, en ekki eru þeir stórmannlegir. 


mbl.is Mikilvægt að halda öldungadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað verða demókratagreyin að vinna. Hafa tapað öllum sínum orrustum nú um nokkurt skeið. Það er ógott.

GB (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 15:26

2 identicon

Trump er nú ótvíræður leiðtogi Repúblikana. Þeir innan flokksins sem unnu gegn honum í forsetakosningunum hafa nú allir fylkt sér bak við hann.

Sagan segir að demókratar séu nú á hnjánum grátbiðjandi Oprah Winfrey að gefa kost á sér gegn Trump 2020 engir aðrir eiga víst möguleika

Grímur (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 17:03

3 identicon

Flogið hefur fyrir að Trump hafi sjálfur
óskað eftir þessum úrslitum til mótvægis við
það að þurfa að fylla geðveikrahælin með 1/3 hluta þjóðarinnar
en demókratar hafa ekki á heilum sér tekið eftir að
úrslit kosninga lágu fyrir og hefur þetta þrúgandi ástand
fylgt glæsilegum sigri Trumps sem skugginn enda
áfallastreyturöskun demókrata á því stigi að ekki varð við unað
og sannarlega enn eitt snilldarbragðið hjá Trump að geta
veitt þessum hjálparvana lýð eitthvert beinið til að tönnlast á
eins og t.d. fulltrúadeildina.

Húsari. (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 17:21

4 identicon

Sigurinn var stór, því verður ekki á móti mælt. Það verður að viðurkennast hvað sem skoðunum á Trump líður. RÚV taldi hann mundi tapa báðum deildum í "þjóðaratkvæðagreiðslu". Forverum hans og keppinautum er ekki hægt að vorkenna, þeim var nær. Uppgangi Kína með yfirgangi, sviknum loforðum um viðskipafrelsi, hugverkaþjófnaði o.s.frv. hefur t.d. nú verið mætt. Það hefði fyrr mátt gera. Svo er um margt fleira.

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 21:12

5 identicon

Ómar, viltu ekki segja líka frá því hvernig svona kosningar fóru hér áður fyrr hjá forsetum Reb. flokksins, áður en þú dæmir svona vanhugsað.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 21:50

6 identicon

Síðustu stuðningsmenn Trumps verða Mörlendingar. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband