Óvirðing fyrir þjóðmenningu á fullveldisafmæli.

Skammtímagræðgi er kannski það orð, sem er mest lýsandi fyrir hugarfarið sem ræður mest förinni í þjóðmálum um þessar mundir. 

Þetta verður meira áberandi en ella á aldar afmælisár fullveldis landsins, þegar tímamótin kalla á að skyggnast víða, líta um öxl til þess að vera betur fær um að huga að nútíð og framtíð. 

Þar sem Víkurkirkjugarður stóð og náði að Austurvelli var líkast til fyrsti helgistaður á landinu þegar Ingólfur Arnarson stóð fyrir trúarlegri athöfn með því að heimilisguðir hans, Öndvegissúlurnar helgaðar Þór og Frey, friðmæltust við landvættina. 

Svo merkilegar voru þessar öndvegissúlur, að þau eru eini forngripurinn sem greint er sérstaklega frá í sögu landnámsins, sem rituð var næstum þrjú hundruð árum síðar og segir frá því að nú séu öndvegissúlur þessar enn í eldhúsi í Reykjavík. 

Þessi helgistund var svo brýn í huga Ingólfs, að hann taldi að vanræksla við að halda slíka af hálfu Hjörleifs Hróðmarssonar, fóstbróður síns, hefði kostað hann lífið. 

Heitið Austurvöllur sýnir, að hann var framhald af því túni, sem náði óskipt vestur að brekkunni sem Túngata liggur niður. 

Nú er verið að klessa einu hótelbákninu enn niður á hinn helga reit í heiðni og kristni, eyðileggja nauðsynlegt andrými við Alþingishúsið og sýna þjóðmenningu okkar óvirðingu. 

Ástand legsteins þjóðarleiðtoga okkar við gerð mikilvægasta samnings okkar við erlendar þjóðir á síðari öldum er annað dæmi um það hvernig skammtímagræðgin, sem kæfir aðra hugsun, veður yfir allt og alla.  


mbl.is Minjastofnun skoði legstein Jóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Þetta er til háborinnar skammar. Það ætti að friða Víkurgarð, svo að þessi ósómi geti ekki haldið áfram. Ég vona, að Minjavernd hafi vit á því, áður en það verður um seinan. Þetta gengur ekki lengur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 12:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mesta óvirðingin á fullveldisafmælinu er að taka það í mál á alþingi að ræða þennan 3. orkupakka ESB. SAMÞYKKT HANS VÆRI SVÍVIRÐA.

Hvar stendur þú í því máli, Ómar?

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 17:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Er leiði Jóns Sigurðassonar í Hólavallakirkjugarði svo mikið eldra en grafirnar í Víkurgarði?

Má þá ekki alveg eins byggja bráðum  hótel ofan á Jóni? Var hann ekki framafarasinnaður maður?

Halldór Jónsson, 8.11.2018 kl. 21:43

4 identicon

Skammtímagræðgi er kannski það orð, sem er mest lýsandi fyrir hugarfarið sem ráðið hefur förinni í þjóðmálum síðan um landnám. En hvað var eyðing skóga, útrýming Geirfugls og nám Rauðhóla annað en skammtímagræðgi og hvernig fórum við með handritin? Það mætti vel segja að skammtímagræðgi sé eitt af einkennum þjóðmenningar okkar. Það er því varla óvirðing að gera eins og flestir okkar forfeður hefðu gert hefðu þeir haft til þess tækifæri.

Vagn (IP-tala skráð) 8.11.2018 kl. 23:13

5 identicon

Gott hjá þér Ómar að vekja athygli á stundar- og skammtímagræðginni sem hrjáir borgaryfirvöld og stjórnvöld landsins.  Og það er þarft af Jóni að nefna hina mestu og viðurstyggilegustu stundargræðgi hinna örfáu á kostnað fullveldis lands og þjóðar sem yrði virkjuð af illskunni sjálfri, ef þriðji orkumálapakki ESB tekur hér öll völd yfir náttúruauðlindum landsins.  Verði svo, munu legstæði og grafir litlu skipta, þjóðin verður mergsogin og féflett og rúin yfirráðum yfir landsins náttúruauðlindum.  Þær verða settar sem stærsta lóð á vogarskálar sturlaðrar græðgi þeirra sem þar um véla innan þings og ráðuneyta landsins.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2018 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband