Búið að vera ígildi dýrkeypts brandara upp á tugi milljarða.

Milli Salahverfis í Kópavogi og Seljahverfis í Reykjavík er svo stutt, að þetta eru kannski niður undir 100 metra á milli sumra húsa í Reykjavík og í Kópavogi. 

En í staðinn að hafa þarna ökuleið í gegn eða jafnvel ökuleiðir,  hafa vegalengdirnar á milli einstakra húsa í hverfinu verið einhverjir þrír til fimm kílómetrar. 

Lítur út eins og brandari en þegar litið er vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið er samanlagður brandari skipulagsfáránleika orðinn ansi dýr í gegnum áratugina. 

Er svo sannarlega mál að linni. 


mbl.is Hverfi tengd með nýjum strætóvegum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband