Afneitunin heldur áfram.

Eldarnir eru Kaliforníubúum sjálfum að kenna segir Trump. Og vill refsa þeim fyrir það í raun með því að vilja ekkert leggja af mörkum eins og oft er gert í svipuðum tilfellum.

Hann sagði í fyrra að tjónið í Puerto Rico væri aumingjaskap íbúanna að kenna.

í ár datt hins vegar út úr honum að fólkið þarna hefði staðið sig frábærlega vel í að koma í veg fyrir manntjón. Samt fórust 3000 manns. Firrningin og ruglið eru alger. 

 

Á fundi í Washington skömmu eftir valdatöku Trumps benti hann út um gluggann og sagði: Það snjóar hér fyrir utan og það er kalt í New York, - það fer kólnandi en ekki hlýnandi.

Borinn var lítill snjóbolti inn á þingfund til að sanna að loftslag færi kólnandi, ekki hlýnandi.  

Trump sagði að vísindamenn heimsins væri í samsæri til þess að græða á því að segja slæmar fréttir og fá meira fé í rannsóknir, og að það þyrfti að skipta þeim öllum út og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn. Eins og það kostaði nú ekki einhverja fjármuni. 

Bloggpistlahöfundur íslenskur vændi veðurfræðing á Veðurstofunni um stórfelldar lygar í veðurfréttum sjónvarpsins varðandi vaxandi fellibylji og sjávarhita í Karíbahafinu,- fellibyljum færi þvert á móti fækkandi og þeir yrðu sífellt minni, og að sjávarhiti Karíbahafsins væri stórlega ýktur. 

Annar bloggpistlahöfundur hefur haldið því fram að koldíoxíð væri núna í sögulegu lágmarki, hefði ekki verið minna í 600 milljónir ára. 

Sem sagt: Útblásturinn frá byrjun iðnbyltingar hefur samkvæmt því orðið til þess að magn aðalefnisins, sem spúið er út, hefur aldrei verið minna! 

Í einum bloggpistli er fullyrt að Grænlandsjökull fari stækkandi og því hafnað að jöklar fari minnkandi. 

Einnig fullyrt að engar áhyggjur þurfi að hafa af því að olíulindir þverrri, það sé yfirdrifið nóg til af olíu til framtíðar.  

Safnorðið, sem afneitunarmenn nota yfir "lygarnar" er töfraorðið "falsfréttir", sem æðsti presturinn Trump tönnlast á. 

Þeir, sem flytja öðruvísi fréttir en hann vill heyra, eru falsfréttamenn. 


mbl.is „Þetta er hið nýja afbrigðilega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ómar sem blaða/fréttamaður þá átt ú ekki að segja lygar. Trump benti á að Skógar væru mishöndlaðir. Í tugi ára hafa umhverfiselítuna/sinna herja á skógarhöggsmenn um að þeir megi ekki höggva skóg og því hafa þeir þurft að fara út í Heli selecting og tekið eitt og eitt tré sem var gefir leifi fyrir.Þarna fór verðið upp í stað að leyfa skógarhögg í kring um bæi sem voru í uppbyggingu og þar með minnkað hættu á að skógarbruni æti upp heilu bæina.

Þetta þekkja allir sem fylgjast með einhverju öðru en umhverfisvernd.   

Valdimar Samúelsson, 12.11.2018 kl. 18:40

2 identicon

Valdi er með þetta. Engir skógar, engir skógareldar.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 18:52

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump hefur rétt fyrir sér eins og venjulega. Þetta er þeim sjálfum að kenna að gera ekki varúðarráðstafanir með skóglausum beltum umhverfis bæina.

Halldór Jónsson, 12.11.2018 kl. 20:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Skyldi Ómar ekki vija láta Kaliforníubúa kaupa sér kolefniskvóta  vegna þessarar miklu losunar CO2? 

Halldór Jónsson, 12.11.2018 kl. 20:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvers vegna ætti ég að vilja það. Nú er verið að endurvekja gamalt fyrirbæri varðandi reiði guðs.

Á tímum heittrúarmanna fyrir nokkrum öldum var fólki sagt að hörmungar eins og eldgos, hallæri og drepsóttir væru mátulegar á mannfólkið, því að Guð væri að refsa því fyrir syndir þess. 

Ekki er þó vitað um að mannúðleg hjálp í neyð væri bönnuð. 

En nú er kominn nýr guð, sem hefur tekið við hinum gamla, og ætlar ekki aðeins að refsa með því að segja, að mannskæðar hamfarir séu mátulegar á hina syndugu og óverðugu, heldur ætlar líka að refsa aukalega með því að draga úr hjálp við að verjast þessum hörmungum. 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2018 kl. 21:53

6 identicon

Það er álíka vitlaust að benda á eldtungu og segja að jörðin sé að hlýna eins og að benda á snjóbolta og segja að jörðin sé að kólna. En þetta gerir spekingurinn á veðurstofunni.

El Acróbata (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 21:54

7 identicon

Voru ekki svona miklir eldar á þessu svæði 1933?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 02:04

8 identicon

Gangi þér vel Ómar, það hópast vitleysingar hér inn í algerri afneitun á augljósum staðreyndum.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 09:19

9 identicon

Eg hef þetta bara úr fréttunum í útvarpinu og hæpið að það séu "fals fréttir".
Gróðurhúsa mengun af "manna völdum" 1933? Þetta er hausterí og ekkert annað.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 13.11.2018 kl. 09:42

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þessi bruni á eftir að vekja fólk upp. Náttúrunna verður að nýta og skipulega. Þarna er eldiviður sem getur framleitt rafmagn og hita fyrir hús.

Það að Trump þorði að gefa þetta í skin er meira en nokkur forseti USA hefir gert og hér væla umhverfissinnaðir Prjóna kallar. 

Umhverfissinnar stóðu yfir skógarhöggsmönnum og sögðu að þeir skildu eftir flög og meira að segja það átti að hverfa allt súrefni ef þessi örfáu tré á heimsmælikvarða myndu hverfa. Heimurinn versnaði með væli umhverfissinnuðu fólkinu og gerir ennþá.      

Valdimar Samúelsson, 13.11.2018 kl. 12:00

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Íslensku Ku Klux Klan karlarnir klikka ekki í Trumpaðdáun sinni.

Ragna Birgisdóttir, 13.11.2018 kl. 20:05

12 identicon

Þarf engan sérfræðing til að sjá að það þarf að grisja eldmatinn.

GB (IP-tala skráð) 14.11.2018 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband