Toyota lengi við toppinn, en Mazda lengi vanmetin.

Þýska bílatímarirtið Auto motor und sport hefur löngum gefið út sérhefti undir heitinu Gebrauchtwagen þar sem atriði eins og ending, viðhald og áreiðanleiki mismunandi tegunda hafur verið rækilega könnuð. 

Frá síðasta áratug síðustu aldar hafa tveir bílaframleiðendur, Toyota og Mazda verið áberandi ofarlega við toppinn. 

Fyrir þá, sem ekki hafa fylgst með þessu, kemur kannski ekki á óvart að Toyota skuli vera ofarlega og oftast á toppnum (Lexus meðtalinn) heldur hitt, hve Mazda kom vel út árum saman. 

Hér á landi hefur Toyota notið þessa í formi mikillar sölu, en Mazda ekki. 

Segja má því að Mazda hafi verið vanmetnasti bílaframleiðandinn á Íslandi árum saman, hvað það snertir að njóta góðs orðstírs erlendis. 

Síðustu árin hefur þó ræst talsvert úr því, en samkeppnin er hörð, sem japanskir bílaframleiðendur þurfa að standa í, því að á síðustu árum hafa Suður-Kóreskir bílaframleiðendur sótt í sig veðrið, meðal annars vardandi þann orðstír sem það veitir að gefa allt upp í sjö ára ábyrgð á framleiðsluvörunni. 

 


mbl.is Lexus besta bílmerkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband