Mikilvægt að ráðast strax að lang stærstu rót vandans.

Langstærsti orsakavaldur alvarlegra slysa og banaslysa í umferðinni er, að ekki er aðskilnaður á milli aksturstefna. Þetta sést til dæmis vel á 2 plús 1 vegum eins og í Svínahrauni, þar sem það fækkar stórlega slíkum slysum að hafa aðskilnað á milli tveggja akreina öðru megin og einnar akreinar hinum megin. 

Tvöföldunin öðru megin er að vísu framför, og best að tvöfalda báðum megin,  en skilar aðeins hluta af ávinningnum af því að breikka vegi með einni akrein í hvora átt. 

Þess vegna er þörf á að hraða aðskilnaði akstursstefna sem mest, enda fæst mest fyrir peningana með því. 


mbl.is Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband