Það þarf mikinn vind til þess að koma öllum þessum hlýindum hingað.

Margir bölva nú miklu hvassviðri og úrhelli, sem ergir og tefur þá sem eru á ferðalagi. 

Þeir hinir sömu bölvuðu líka svalviðrinu sem var svo algengt í sumar á stórum hluta landsins. 

En þegar litið er á veðurkortin í sjónvarpinu má sjá, að því miður er engin leið að koma hingað til okkar hátt á annað þúsund kílómetra leið hlýja loftinu, sem liggur oft vikum saman yfir meginlandi Evrópu, nema með miklum og öflugum vindstyrk sem getur fært slíkan loftmassa úr stað með meira en tíu stiga hita. 

Allt upp í 18 stiga hita á Ólafsfirði í dag, 17 stigum hlýrra en nemur meðalhita á þessum árstíma.  

Svo að við skulumm þakka fyrir að það sé þó hlýtt í anda ljóðs Jónasar: "Nú andar suðrið sæla vindum þýðum ( á sjónum allar bárur bláar rísa..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eikkað þyrfti að endurskoða tilvitnunina í Jónas?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.11.2018 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband