Ekki gott afspurnar fyrir Icelandair í Vesturheimi.

Í Kanada og Bandaríkjunum er ríkjandi afar djúp virðing fyrir arfleifð landnemanna og þjóðanna, sem þeir voru hluti af. 

Fyrir 20 árum voru íbúar "Íslendingabæjarins" Spanish Fork búnir að gera fullkomið ættfræðisafn með nöfnum 132 þúsund Íslendinga. Voru jafnvel á undan Kára Stefánssyni og fleirum hér á landi. 

Í bænum blakta bandaríski fáninn og íslenski fáninn hlið við hlið og þar er stór kirkjugarður með gröfum látins fólks af íslenskum ættum auk veglegs og fallegs vita í líkingu við vitana sem "brenna" ljósi sínu á útnesjum ættarlandsins. 

Auk þjóðlegrar ættrækni byggist Mormónatrú á djúpri virðingu og tengslum milli kynslóðanna. 

Á leiðum landnemanna eru sérstök gyllt heiðursmerki með áletruninni "Faith in every footstep" eða trúfesti í hverju spori"  ofan á legsteinum þeirra Íslendinga sem gengu síðustu 2400 kílómetrana yfir sléttur, auðnir og Klettafjöllin sjálf. 

Mér skilst að Icelandair standi að baki hervirkinu í Víkurkirkjugarði. 

Nú er ljóst að ferðamannastraumurinn til Íslands hefur náð hámerki og að Icelandair hefur betra við peningana að gera eftir að hafa keypt Wow air heldur en að standa að einum hótelkassanum enn í hjarta Reykjavíkur. 

Icelandair nýtur virðingar og velvildar í Vesturheimi. 

Til er peninganlegt verðmæti sem nefnt er viðskiptavild. 

Ég er sannfærður um að fólkið, sem telur sig jafn mikla Íslendinga og Bandaríkjamenn vestra muni verða brugðið ef það frétti af framferði félagsins með nafni landsins og afkomenda Íslendinga hér á landi og erlendis. 


mbl.is „Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Ómar og ábendingin þörf.

Það er illt til þess að vita, að svo virðist vera sem Icelandair beri enga virðingu fyrir forfeðrum sínum, formæðrum og börnum sem létust á unga aldri.  Að raska grafarró ber merki um siðleysi og hroka skammtímagróðans.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.11.2018 kl. 12:40

2 identicon

Einn órækasti vitnisburður um menningarástand þjóðar endurspeglast í hirðusemi, eða vanvirðingu, við eigin grafreiti. 

Það hryllti öllu siðuðu fólki við rauðu khmerunum í Kambodiu á sínum tíma, þegar myndir bárust af fjöldamorðum þeirra og vanvirðingu þeirra á lifandi ... sem dauðum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.11.2018 kl. 13:17

3 Smámynd: Már Elíson

Heyr, heyr Ómar ! - 

Már Elíson, 19.11.2018 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband