Flutningsmátinn aftur í gráa forneskju.

Þessi jól mun innleiða nýja tíma í útgáfu bóka á Íslandi.

Frá og með 1. desember verða langflestir bókaútgefendur þannig staddir, að enda þótt sala á einstökum bókum kalli á aðra prentun eða jafnvel þá þriðju, verður það ekki tæknilega hægt. 

Bækurnar koma nefnilega svo langt að og eru fluttar með svo hægfara samgöngutækjum, að það mun taka minnst þrjár vikur að fá þær frá prentsmiðjunum sem sumar eru jafnvel í Suður-Evrópu. 

Flutningsmátanum hefur, vegna sparnaðar og samkeppnisumhverfisins í bókaútgáfunni, verið snúið aftur í gráa forneskju. 

Bækurnar fara fyrst landleið norður um þvert meginland Evrópu og síðan með skipi frá Álaborg til Íslands. 

Þetta hljómar eins og frá 19. öldinni. Hjarta landsins, bók

Ágætt dæmi er ljósmyndasöngvabók okkar Friðþjófs Helgasonar, "Hjarta landsins".

Hún var fullunnin síðastliðið sumar og tilbúin til prentunar í byrjun september, þremur og hálfum mánuði fyrir jól. 

Hún kom síðan til landsins snemma í október, en þá kom í ljós svo stór galli á einni örk bókarinnar, sem orðið hafði í prentun hennar, að það varð að fá annað upplag í staðinn. 

Það barst síðan ekki til landsins fyrr en um síðustu helgi. 

Þá voru liðnir meira en þrír mánuðir frá því að prentun hófst!   

Á Bókamessu í gær hitti ég útgefendur stórrar og veglegrar ljósmyndabókar, sem höfðu lent í þeim hremmingum, að hafa aðeins 80 eintök í höndunum og alls óvíst um framhaldið. 

"Já, svona er Íslandi í dag" sagði Jón Ársæll oft. 


mbl.is Bókaprentun hverfandi iðnaður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum snýst "hagkvæmnin" einmitt upp í andhverfu sína, sérstaklega þegar ruglað er saman hugtökunum "hagkvæmt" og "ódýrt". Hlutir sem eru ódýrir eru ekki hagkvæmir nema þeir uppfylli skilgreindar þarfir eða leysi tilgreind verkefni. Það sama gildir um þjónustu og ef þarfir eru illa eða ekki skilgreindar er mikil hætta á að óhagkvæmni hins ódýra uppgötvist ekki fyrr það er um seinan, líkt og í þessu tilfelli.

Það er líka nokkuð algengt að "hagræða" með því að flytja kostnað yfir á aðra, þannig horfa hin ýmsu byggðarlög á eftir alls kyns þjónustu sem íbúar þurfa svo að sækja jafnvel langar leiðir til stærri staða. Þess vegna er svo mikilvægt að versla í heimabyggð, bókaútgefendur tóku það kannski ekki með í reikninginn og virðast hafa fórnað sveigjanleika fyrir hið "ódýrara" prentverk.

TJ (IP-tala skráð) 26.11.2018 kl. 23:43

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég lenti sjálfur í þessu í fyrra þegar ég gaf út safndiskinn "Hjarta landsins - náttúran og þjóðin." Það var langódýrast að gefa hann út með því að láta gera hann í Kína. Hann var lítið sem ekkert lengur til landsins heldur en frá Suður-Evrópu. 

Vegna slæms umferðarslyss sem ég lenti í árið áður frestaðist útgáfan um eitt ár, einmitt það ár, sem segja má að geisladiskurinn sem tónlistarmiðill hafi fengið almennt andlát hér á landi sem erlendis. 

Enginn hljómlistarmaður hér á landi gat orðið gefið út geisladisk með ágóða. 

Þetta var spurningin um misjafnlega mikið tap og samkeppnin því alger. 

Spotify hafði étið allt dreifingasviðið og menn gáfu jafnvel frekar út á vinyl í 300 eintökum en geisladiskum. 

Af þessum sökum varð úr að gefa út textahefti fyrir safndiskinn undir nýju hugtaki: "Ljósmyndaljóðasöngbók." 

Ómar Ragnarsson, 27.11.2018 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband