Skaðlegar ranghugmyndir og áunnin fáfræði.

Þegar Donald Trump talar um Bandaríkin eins og þau séu hreinust allra ríkja í heimi í umhverfismálum og öll önnur ríki "skítug" í samanburði við BNA, afhjúpar hann stórkostlegar ranghugmyndir sínar og fáfræði af því tagi,sem kalla má "áunna fráfræði." 

Þetta er enn eitt dæmi um þá sérstöðu Trumps alla hans tíð, hvernig hann býr sér til eigin heim einstæðrar óskhyggju. 

Hann fór inn á alveg nýja leið í árlegu ávarpi forseta BNA á þakkargjörðardaginn nú í haust, þegar hann, í stað þess að þakka almættinu, forsjóninni eða Drottni allsherjar fyrir það sem vel hefur gengið, þakkaði hann sjálfum sér persónulega fyrir nær allt sem telja mætti jákvætt, - það sem hingað til hefur verið talið "Guðs gjafir." 

Það vill svo til að við Íslendingar höfum átt mjög áhugasaman og fróðan mann um þessi mál, sem er Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Hann hefur farið á allar mikilvægustu og mest fræðandi alþjóðlegar ráðstefnur og fundi um umhverfismál erlendis um árabil og gerði meðal annars glögga grein fyrir ferð sinni á ráðstefnu, sem haldin var fyrir Parísarfundinn 2015. 

Þar kom glögglega fram að ESB er og hefur verið í því hlutverki sem Trump telur Bandaríkin vera í. 

Árni rakti mörg dæmi þess hvernig "skítugustu" ríkin, þau sem mest drógu lappirnar á þessum fundum og komu í veg fyrir árangur, voru Bandaríkin, Rússland, Kína og Indland.

Að þessu leyti hefur Trump rétt fyrir sér um Kína, Rússland og Indland, en kolrangt um Bandaríkin, sem hafa nú dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu, sem hin skítugu ríkin dröttuðust þó til að að skrifa undir. 

Nú hefur Ástralía bæst í hóp viljugra skítugra ríkja og Brasilía virðist vera á leið inn í skítuga klúbbinn. 


mbl.is Trúir ekki loftslagsskýrslu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er ekki svo skaðlega fáfróður að ég haldi að ESB hafi rétt fyrir sér í nokkru máli.  Hvað þá nokkuð yfirvald á íslandi.  Þau hafa öll reynst verr en nokkur óvinur.

Ekki vera með þessi öfugmæli.  Þau eru engum til framdráttar.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.11.2018 kl. 23:27

2 identicon

https://vey.blog.is/blog/vey/entry/2226453/

Húsari. (IP-tala skráð) 28.11.2018 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband