Litlar sem engar framfarir í meðferð talna í 68 ár. Sígilt trix.

Síðuhafi byrjaði að hlusta á útvarpsumræður frá Alþingi fyrir 68 árum. Fljótlega kom í ljós að fullyrðingar stjórnar og stjórnarandstöðu stönguðust á. 

Og í flestum tilfellum byggðist þessi mismunur á misjafnri meðferð talna. 

Stjórnarliðar tiltóku til dæmis hækkun fjárveitinga í beinum krónum í stað þess að taka verðbólguna með í reikninginn og miða við raungildi krónunnar á mismunandi tímum.

Og þetta hafa stjórnarliðar í öllum flokkum stundað meira og minna síðan, þessi ósiður hefur haldist, líklegast vegna þess að aðferðin virkar á nógu marga. 

Þetta er einfaldlega sígilt trix.  

Til dæmis má nefna að Bjarni Benediktsson hefur oft talað um auknar fjárveitingar til Landsspítalans eða heilbrigðismála sem dæmi um framfarir, en hefur þá ekki tekið með í reikninginn fjölgun sjúklinga vegna fjölgunar aldraðra. 

Nú talar forsætisráðherra um níu milljarða kjarabætur til öryrkja, en ekki fylgir sögunni hve mikinn lífeyri hver þeirra hefur fengið að meðaltali og því síður hvert raunvirði krónanna hefur verið. 

Sjálfir koma öryrkjar og raunar ellilífeyrisþegar líka af fjöllum, þegar telja á þeim trú um stórfelldar kjarabætur. 

Og þegar um er að ræða fólk, sem heldur áfram að vera neðan fátæktrarmarka, er áframhaldandi staða þess nokkuð, sem yfirskyggir allt.  


mbl.is Finna ekki milljarðana níu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband