Samskiptamiðlar og snjallsímar hafa búið til nýjan veruleika.

Stóra barbullsmálið hefur nú varpað ljósi á þann nýja veruleika sem nútíma tækni samskiptamiðla og upptökumöguleika snjallsíma hefur innleitt og er ekki sérdeilis hugnanlegur.  

Á blogginu hefur þess verið krafist að eigandi Klausturbarsins verði sóttur til saka fyrir að hafa staðið að þeirri aðför, sem átt hafi sér stað að einkasamtölum og persónuvernd þeirra, sem í hlut áttu. 

En þar er skautað framhjá þeim möguleikum, sem gefast til slíkrar persónuverndar. 

Til þess að eigendur veitingahúsa, vínveitingabara og annarra slíkra opinna staða geti farið að stunda eftirlit með snjallsímaeign og snjallsímanotkun gesta og gangandi á stað, sem fellur undir "almannafæri", þyrfti að framkvæma líkamsleit á hverri manneskju, sem þar væri á ferð. 

Augljóslega er slíkt með öllu óframkvæmanlegt. 

Þingmenn eru kosnir út á þær skoðanir, sem þeir hafa á mönnum og málefnum og birtast síðan í störfum þeirra í almannaþágu. 

Þessi þjónustua þeirra við kjósendur þeirra birtist ekki aðeins á vettvangi Alþingis, heldur líka í þátttöku þeirra í almennu lífi og viðfangsefnum úti í samfélaginu. 

Það á erindi við almenning hvaða viðhorf móta gerðir þeirra og störf á þingi. 

Af því leiðir sú útfærsla á orðum skáldsins í kveðskap í bloggpistli hér á síðunni í gær, að "aðgát skal höfð í nærveru skálar", þ. e. að víndrykkja sé engin afsökun fyrir ógætilegum ummælum á opinberum stöðum, "skammarlegum ummælum" eins og Gunnar Bragi Sveinsson hefur sjálfur orðað það. 


mbl.is Blöskraði það sem hann heyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af upptökunni er ekki hægt að merkja að Gunnar Bragi hafi verið eins ofurölvi eins og hann vill verða láta. Hann hlýtur að muna eftir þessu kvöldi. Sennilega er trixið síðan hjá honum að fara í meðferð eins og forstjóri ÞG og Eyþór Arnaldsgerðu á sínum tíma. Það á að lækna allt. Legg til að þingið verði ekki þátttakandi í Afmælishátíð fullveldisins á morgun. Það væri hneisa.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband