Spurning um öfluga og markvissa þjálfun.

Lendingar og flugtök í miklum hliðarvindi ganga ekki upp nema eftir mikla æfingu. Síðuhafi fékkst við flugkennslu árið 1969 og hafði þá fengið mikla reynslu af lendingum við misjafnar aðstæður út um allt land. 

Minnugur þess að hann leið í upphafi ferilsins fyrir skort á skilningi á eðli lendinganna, sem síðar hafði vaxið með reynslunni, voru teknir minnst 5- 6 heilir flugtímar í æfingarnar, þar sem erfiðleikastigið var lágt fyrst en fór síðan vaxandi. 

Í fyrsta tímanum var aðeins flogið yfir beinni raflínu í hliðarvindi með vængina lárétta, en línunni haldið undir vélinni með því að beita hliðarstýrunum eingöngu og skekkja stefn skrokksins á þann hátt. 

Í næstu tveimur tímum var því bætt við, að vélinni var haldið yfir raflínunni með því að hafa stefnu skrokksins þá sömu og línunnar en halda flugstefnunni yfir línunni með því að halla vélinni upp í vindinn með hallastýrunum, en nota hliðarstýrið til að halda stefnu skrokksins beint áfram. 

Í næstu tveimur tímum þar á eftir var flugið lækkað úr þúsund feta hæð niður í 500 fet ofan í ímyndaða lendingu, en síðan haldið hæð og klifrað í kjölfarið, þar sem um leið og vélin hækkaði var nefinu beint upp í vindinn svo að vængirnir urðu láréttir og gáfu sem mestan lyftikraft. 

Eftir þessa fyrstu tíma var síðan farið í raunverulegar hliðarvindslendingar og flugtök, þar sem völ var á tveimur mismunandi aðferðum við lokakafla aðdraganda lendingarinnar. 

Flugtök úr kyrrstöðu í miklum hliðarvindi voru æfð sérstaklega. 

Það, að flugvél halli út á væng og lendi fyrst á hjólinu sem snýr upp í vindinn, er merki um að flugstjórarnir hafi vald á vélinni og bregðist rétt við.  


mbl.is „Ótrúleg lending“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband