Fólk neðan fátæktarmarka finnur meira en aðrir fyrir breytingum kjara.

Það er auðvelt að nefna upphæðir upp á milljarða og halda því fram að þær hafi bætt kjör fólks, sem hefur verið neðan við fátæktarmörk í lífskjörum, bara vegna þess að þær fóru í verkefni sem tengjast þessu fólki en komast þó aldrei í pyngju þess. 

Þetta fólk finnur betur og hastarlegar fyrir því en flestir aðrir þjóðfélagshópar fyrir hverri krónu, sem hreyfist til í pyngju þess og því er það eins og köld vatnsgusa framan í það þegar verið er að telja því trú um allt annan veruleika en það upplifir sjálft í hverjum mánuði. 

Fáir hafa verið iðnari í gegnum tíðina við að nefna hækkaðar fjárveitingar til hins og þessa sem sönnun "kjarabóta" en núverandi fjármálaráðherra. 

Hækkandi framlög í krónutölu til rekstrar eða framkvæmda hafa verið túlkaðar sem hrein kjarabót sjúklinga, þótt í raun hafi verið bornar saman misstórar krónur og ekki tekið tillit til stóraukinna verkefna heilbrigðiskerfsins vegna fjölgunar í hópi aldraðra. 

Slæmt er þegar forsætisráðherra sogast inn í svona umræðu og gefur styrkþegum í hópi öryrkja langt nef með því að tala um stórbætt kjör upp á níu milljarða. 

Öryrkjum hefur farið fjölgandi, því miður, og þess vegna finnur hver þeirra fyrir sig engan veginn fyrir neinni kjarabót, og síst fyrir fé, sem sett er í önnur verkefni en þau að bæta kjör þess þar sem það skiptir máli, í veskinu. 

Og hin lífseiga skerðing króna á móti krónu hefur um áraraðir verið trygging þess að þúsundir lífeyrisþega, aldraðra og öryrkja, séu læstir inni í fátæktargildru. 


mbl.is Fullyrðing sem stenst ekki skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband