Huawei, dæmi um framsækni Kínverja.

Kínverska rafeindatækjafyrirtækið Huawei er eitt af ótal dæmum um framsækni Kínverja á því sviði þar sem Vesturlönd og Japan hafa talið sig vera í forystu.

Af þeim fregnum sem síðuhafi hefur haft að þessu fyrirtæki, en það er í gegnum kubb eða wi-fi lykil frá þessu fyrirtæki, sem þessi pistill og flest annað er skrifað á netinu, má ráða að stofnendur og eigendur þess hafi upphaflega sett sér það markmið og komast í forystu á sínu sviði. 

Í byrjun voru Bandaríkjamenn með í spilinu, en Kínverjarnir ráða ferðinni. kawasaki-j300-640x408-620x395

Þessi fjölmennasta þjóð heims sækir hratt fram á flestum sviðum nútíma tækni ásamt Tævan-búum, sem Kínverjar hafa í raun ráðið síðan 1945, þótt það séu arftakar kínverskra þjóðernissinna sem ráði Tævan. 

Tævan og Kína eru í forystu í framleiðslu reiðhjóla og vélhjóla og luma á splunkunýjum fyrsta flokks rafbílum. 

Þegar hinar japönsku Kawasaki verksmiðjur þurftu að fara að keppa við Tævanbúa í gerð svonefndra "sofa-scooters" eða "maxi-scooters", lúxus vespuhjóla, gripu Japanarnir til þess ráðs að semja við Kymvo vélhjólaframleiðendurna á Tævan um að fá að gera Kymco Downtown að Kawasakihjóli undir heitinu Kawasaki j125 og j300 með því að breyta því hjóli lítillega útlitslega og í einstaka minni háttar atriðum. Gogoro. Skiptistöð

Kínverjar eru þegar búnir að taka forystu í gerð langdrægra og hraðskreiðra rafhjóla með útskiptanlegum rafhlöðum og á Tævan er meira að segja búi að setja upp kerfi af rafhlöðuskiptistöðvum fyrir svonefnd Gogoro-hjól, en þessar skiptistöðvar eru svipaðar kortasjálfsölum. 

Rafreiðhjól síðuhafa kemur frá Kína og er kínversk hönnun, þótt það sé framleitt á Ítalíu fyrir Bandaríkjamarkað, og síðuhafi iðar í skinninu að komast yfir rafhjólið Niu N GTX, sem er með útskiptanlegum rafhlöðum, nær 100 km harða og kemst 180 km á hleðslunni. 

Framsækni Kínverja og tæknileg forysta á ýmsum sviðum fer að sjálfsögðu mjög í taugarnar á Donald Trump, sem virðist halda að það að reisa tollamúra og hindranir séu leiðin til að gera Bandaríkin mikilfengleg á ný. 

En besta leiðin til þess að ná forystu á tæknisviðinu liggur auðvitað í því að framleiða betri vöru með betri tækni. 


mbl.is Upplýsi um ástæður handtökunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stolin tækni framleidd í þarælabúðum fer í taugarnar á okkur öllum Ómar.

GB (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 04:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er talsvert til í orðunum "stolin tækni" en útskýrir þó ekki þau fjölmörgu tilfelli þar sem Kínverjar eru einfaldlega á undan og komnir fram úr öðrum þjóðum á tæknisviðinu. 

Ómar Ragnarsson, 8.12.2018 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband