Sannir meistarar vinna úr ósigrum.

Muhammad Ali, af mörgum talinn mesti hnefaleikamaður allra tíma, tapaði alls sex sinnum í sínum á sínum magnaða ferli.

Í síðustu tveimu tapbardögum var hann kominn með með byrjunarstig af Parkinson, en í þremur bardögum, við Frazier 1971, Norton 1973 og Leon Spinks 1978, töluðu margir um að nú væri hann búinn að vera.

Í öll skiptið vann hann úr ósigrum sínum og sneri taflinu við í næstu bardögum á eftir. 

Með því sýndi hann að það eru ekki aðeins sigrarnir sem skapa mestu meistarana, heldur jafnvel enn frekar hvernig þeir vinna úr ósigrum sínum. 

Dómarinn er hluti af bardagavettvangnum og dómaranum yfirsást þegar ósvífinn andstæðingur krækti fingri í auga Gunnars og fylgdi því eftir með því að leggja hann. 

Í stað þess að væla og láta þetta buga sig, byggði Gunnar sig upp og kom til baka, öflugri en nokkru sinni fyrr. 

Nú er bara að halda áfram að vinna úr batnandi stöðu af yfirvegun og dugnaði. 

Þannig verða sannir meistarar til. 

 


mbl.is Gunnar með stórglæsilegan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Joe Louis tel ég vera konginn,69 bardagar, 3 töp, 52 rothögg. Hann átti mjög erfitt uppdráttar vegna þess að hann var svartur og allt gert til að finna hvítann bardagamann til að knesetja hann.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.12.2018 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband